Færsluflokkur: Bloggar
Ég hef lagt leið mína á völlinn allnokkrum sinnum í sumar. Oftar en ekki fara leikirnir farið vel fram bæði á vellinum og uppi á áhorfendapöllum. Stundum hef ég þó orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsmenn liðanna. Ekki vegna þess að þeir láta ekki í sér heyra, heldur vegna þess hve dónalegir þeir eru gagnvart liðsmönnum hins liðsins. Þeir dreifa fúkyrðum eins og þaulvanir póstútburðarmenn og sumir hverjir eru svo "hrikalega svalir" að setja út á líkamlegt atgervi leikmanna. Ekki veit ég hvað þessir ágætu stuðningsmenn fá út úr þessum svívirðingum sínum og segir þetta sennilega meira um þá sjálfa en nokkurn tímann leikmenninga. Að mínu mati á svona lagað ekki heima á kappleikjum. Hafa ber í huga að börn mæta á þessa leiki og verða vitni af þessum dónaskap og öll vitum við að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Þá mæta fjölskyldur leikmanna á völlinn(þ.e. foreldrar, eiginkonur, börn, systkin o.s.frv.) og þurfa að hlýða á misgáfaða menn hella úr skálum reiði sinnar vegna misjafns gengis síns liðs. Nú kynnu einhverjir að hugsa sem svo að leikmenn verði bara að þola þetta og það getur vel verið. Ég lít hins vegar á þetta sem óboðinn gest og held að stuðningsmenn liðanna ættu að einbeita sér að því að hrópa hvatningaróp til SÍNS liðs frekar en að lasta andstæðinginn í gríð og erg.
Bloggar | 18.7.2007 | 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kíkti á Mörkina í gær með Valla félaga mínum. Vorum við félagarnir mættir á staðinn frekar snemma að um 00:30. Við komuna inn blasti við okkur fjöldi fólks, meirihlutinn útlendingar. Þarna var fólk af ýmsum stæðrum og gerðum, allt frá vinkonuhópi á "besta aldri" til verkamanna í "veiðiferð". Við Valli áttum þarna gott spjall auk þess að skemmta okkur vel við mannlífsrannsóknir af ýmsu tagi. Framan af kvöldi var frekar rólegt, einstaka sinnum tóku gestir sig til og reyndu að misþyrma dansgólfinu með misgóðum árangri. Þegar leið á tók staðurinn á sig æ íslenskari mynd. Inn streymdi kófdrukkið fólk sem hristi á sér rassgatið í þann ca. hálftíma sem var eftir af opnunartímanum. Inn á milli mátti einnig sjá hörkutól bæjarins í ýmsum pústrum bæði innan staðar sem utan. Stöku sinnum settist fólk hjá okkur Valla, allt frá pólskum fiskverkakonum upp í brosandi blikksmiði og var umræðuefnið eftir því. Emilía, mágkonusysturdóttir, settist einnig hjá okkur ásamt nokkrum vinum sínum. Verð ég að viðurkenna að ég hafði ákaflega gaman af samsætinu þrátt fyrir að Valþór félagi minn teldi sum þeirra komin með Rugluna. Þar sem ég þekki ágætlega til þessa lýðs þá kom ekkert mér á óvart, hvorki tal þeirra né tilþrif. Valli óttaðist hins vegar það versta, taldi Ísland sökkva í sæ ef þessir "sérfræðingar" kæmus til valda...alltaf jafn taugaveiklaður hann Valli.
Eftir þessa heimsókn verð ég að segja að betri menningarferð hef ég sennilega ekki farið í. Held ég að fáir geri sér grein fyrir því að í hér í smábænum leynist menningarparadís í fyrsta flokki. Hvet ég því alla sem vettlingi geta valdið að renna sér á reyklausa Mörkina og upplifa ísland í dag.
Bloggar | 30.6.2007 | 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Já gott fólk það er sko aldeilis mikið búið að vera að gerast hjá kallinum síðustu vikuna. Til að byrja með langar mig að hrósa öllum skagamönnum fyrir frábæra frammistöðu um síðastliðna helgi. Kaupþingsmót 7.flokks fór sérstaklega vel fram og fannst mér sjáflboðaliðar standa sig alveg meiriháttar vel og er ég virkilega stoltur af því að vera Skagamaður eftir svona mót.
Samhliða vinnu á þessu móti skellti ég mér upp á Esjuna ásamt Guðrúnu minni, Ellu, Jakó, Núma og Ali. Skemmtileg reynsla þar. Það sem helst kom mér á óvart var brattinn í lokinn, ekki fyrir hvern sem er að komast alla leið.
Þá skelltum við hjúin okkur á leiksýninguna Laddi, 6-tugur á sunnudagskvöldið. Frábær sýning hjá besta grínista íslands fyrr og síðar. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt þegar hann skellti sér í hlutverk á sviðinu. Eina stundina var hann Þórhallur Sigurðsson en þá næstu var hann orðinn Skúli rafvirki. Hvet ég alla til að skella sér á verkið.
Þá verð ég að minnast á sérlega langa bílaröð sem ég skellti mér í á sunnudagskvöldið. Haldið þið að ég hafi ekki verið í tæpa tvo tíma frá Hvalfjarðargöngunum að Mosó...kafli sem vanalega tekur mann 15 mín. í keyrslu.
Að lokum langar mig að minnast á að frændi minn er staddur hér á skaganum þessa daganna. Það skemmtilega við þetta allt saman er að hann er Vestur-Íslendingur og kemur sumsé alla leið frá Kanada. Hann er að vinna í skógræktinni með Guðrúnu og Krissý og líst þeim bara ágætlega á kauða. Krissý spurði hann víst í dag hvað hann hefið fengið sér í hádegismat. Þá svaraði hann að bragði: "Sápu og brauð". "Þú meinar SÚPU og brauð" sagði Krissý víst og jánkaði hann því skömmustulegur en sagði svo: "Ég er rosalega sætur". "Það getur vel verið" sagðiyndæl mágkona mín "En þú meinar eflaust SADDUR er það ekki?" jánkaði frændi aftur mun skömmustulegri en áður og gekk í burtu áður en hann ruglaði meira.
Bloggar | 26.6.2007 | 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mig langar að gamni mínu til að benda ykkur á undirskriftarlista þar sem barist er fyrir gjaldfrjálsum Hvalfjarðargöngum. Þetta er klárlega málefni sem skiptir mig máli og miðað við umferðina um göngin á degi hverjum eru pottþétt fleiri einstaklingar sem vilja berjast fyrir þessu málefni.
Endilega smellið á hér til að komast rita nafn ykkar á þennan undirskriftarlista.
Takk takk.
Bloggar | 20.6.2007 | 17:20 (breytt kl. 17:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vinkona mín fór í búð um daginn sem er kannski ekki frásögu færandi nema hvað að þar sem hún bíður í röðinn kemur frekar ólánslegar maður í röðina á eftir henni. Hún var frekar smeyk manninn og ekki breytti angandi áfengislykt í bland við súra svitalykt áliti hennar á karlgreyinu. Þegar kemur að því að afgreiða hana tekur hún vörur sínar upp á afgreiðsluborðið: Eggjabakki, perur, dömubindi, appelsínur, séð og heyrt, tvær sódavatnsflöskur og naglaþjöl. Maðurinn horfir á vinkonu mína tína hlutina upp á borðið og virtist mjög hugsi. Henni fannst það ekkert sérstaklega þægilegt en ákvað engu að síður að líta framhjá því. Skyndilega hallar maðurinn sér að vinkonu minni og segir: "Þú ert pottþétt einhleyp" Vinkona mín, sem forðaðist að yrða á ólánspésann, varð nokkuð hissa því hún var vissulega einhleyp. Velti hún því vandlega fyrir sér hvað það væri sem kom upp um hana en gat með engu móti áttað sig á því hvað það var. Hún spyr því manninnn hvernig í ósköpunum hann hafi séð það. Félaginn svarar þá að bragði: "Þú ert svo djöfulli ljót!"
Bloggar | 19.6.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór á völlinn í gær á stórleik ÍA og KR á Akranesvelli. Frábær leikur einu orði sagt. Mínir menn gersamlega snýttu fallandi stjörnum lélegs KR-liðs. Ekki öfunda ég stuðningsmenn Vesturbæjarstórveldisins en þeir mega þó eiga það að þeir eru dyggir. Þeir hættu aldrei að syngja frekar enn fyrr í sumar. Þegar ég skrifa þetta hvarlar það að mér að lélegt gengi liðsins sé kannski söngnum að kenna. Stanslaust söngl á sama lagi er kannski farið að fara í taugar leikmanna stjörnuliðsins.
Spurning um að garga bara KR! - tromm,tromm,tromm...KR! - tromm,tromm,tromm gegn toppliði FH í næstu umferð.
Annars fannst mér Rúnar Kristinsson ákaflega dapur í gær. Hann gerði lítið annað en að tuða í Agli Má sem virtist fyrirmunað að spjalda hann. Þá fannst mér hann kóróna leik sinn þegar hann handlék knöttinn í líklegustu marktilraun sinni...tók nettan Maradonna/Messi á þetta. Egill Már dæmdi á Rúnar en á einhvern óskiljanlegan hátt lyfti hann ekki gulu spjaldi. Hann hlýtur bara að vera svona svakalega aumingjagóður.
Áfram ÍA!
Bloggar | 11.6.2007 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 9.6.2007 | 17:57 (breytt kl. 17:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skrapp í bæinn í gær með pabba gamla. Tilgangur ferðarinnar var að kaupa eitt stykki rúm. Kaupin gengu vel fyrir sig og glaðbeittir ákváðum við að koma við á KFC á heimleiðinni, svona rétt til að seðja hungrið. Er við komum á bílastæði KFC í Mosó stekk ég út úr bílnum, geng ég af stað í átt að veitingastaðnum og smelli bílnum í lás. Inn fer ég, tek mér númer og skanna hversu lengi ég þarf að bíða. Þar sem ég stend verð ég skyndilega var við að Kallinn er hvergi nærri. Taldi ég víst að hann hefði skroppið á klósettið að gera þarfir sínar. Áfram beið ég. Eftir u.þ.b. 5 mínútna bið verð ég enn ekki var við Höfuð fjölskyldunnar þannig að ég tek röltið um staðinn í von um að finna það. Hvergi var Kallinn að finna. Ég stökk því út og tékkaði á honum þar. Við komuna út sé ég herramanninn baða út öllum útlimum inni í sendiferðabílnum sem við komum á. Gekk ég því að bílnum til að kanna málið. Haldiði að ég hafi ekki læst karlkvölina inni í bílnum og gat hann enga björg sér veitt. Bílhræið ku vera þannig hannað það er ekki hægt að opna hann innan frá. Karlkvölin mátti því dúsa þar inni þar til ég aulaðist til að koma auga á hann. Þegar ég uppgötvaði hvað ég hafði gert og hvað hann hafði gengið í gegnum lippaðist ég niður í hláturskast og gat mig hvergi hreyft honum til lítillar skemmtunar
Bloggar | 2.6.2007 | 12:26 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég þekki fjöldann allan af fólki sem reykir eða hefur einhvern tímann reykt. Allt er þetta hið besta fólk þrátt fyrir þennan leiðindaávana. Það sem hefur pirrað mig hvað mest í gegnum tíðina er auðvitað reykurinn sem fylgir blessaðri neyslunni. Hann er gríðarlega sterkur og mjög gjarn á að festast í fötum. Í gamla daga grét maður blóðugum tárum til þess eins að fá pabba gamla til að hætta. Á endanum gekk það en ekki var það fyrir grátandi soninn...svo mikið er víst. Heldur var það vegna þess að hann var búinn að bíta það í sig að hætta þegar hann yrði fertugur - hann hætti daginn áður en hann varð 41. árs og stóð við sitt. Næstu dagar á eftir voru honum afar erfiðir. Aldrei hef ég séð nokkurn mann kveljast eins mikið og svo mér þá ef þarna hafi ég ekki séð karlmann gráta í fyrsta sinn. "Ekkert nýtt" sagði mamma og hló. Blessunarlega hef ég sjálfur aldrei lagt stund á þessa heilsuspillandi iðju og á því verður engin breyting þótt bauninn uppfinningasami hugsi sér eflaust gott til glóðarinnar. Hinn pirrandi reykur sem fylgt hefur sígarettunum mun senn hverfa á braut en um leið og það gerist hef ég eilitlar áhyggur.
Hvað gera þeir sem í gegnum tíðna hafa verið duglegir að fá sér SMÓK?
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held að það sé óhætt að segja að nú sé Harry Redknapp endanlega búinn að missa það. Að fá Hemma Hre til liðs við sig virðist jafngilda úrvalsdeildarsjálfsmorði. Þykir mér maðurinn vera að grafa sér eigin gröf. Ekki misskilja mig og halda að mér sé illa við Herminatorinn, þvert á móti. Er hann drengur góður og landsins sómi. Reynslan hefur hins vegar sýnt að liðunum hans gengur ekkert allt of vel í hörðum heimi ensku úrvalsdeildarinnar.
Er ekki bara spurning um að láta Björgólf eldri kaupa drenginn í FH?
Bloggar | 25.5.2007 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)