Færsluflokkur: Bloggar

Skrítið í Skorradal

Við Guðrún skruppum í Skorradal um helgina og áttum þar góðar stundir. Við komum á föstudagskvöldið og slökuðum vel á. Á laugardegi fórum við í bíltúr með tengdó. Við keyrðum inn dalinn og upp á hálendið. Þar tókum Uxahrygg og Kaldadal, framhjá Þórisjökli, Geitlandsjökli, Ok og Langjökli. Þá keyrðum við niður í Húsafell og áfram í Reykholt þar sem við fórum í sund. Um kvöldmat vorum við aftur komin í Skorradal þar sem við tók át á þessu líka dýryndis læri með öllu tilheyrandi. Um 21 leytið fór svo hersingin niður við vatn þar sem sumarbústaðareigendur skemmtu sér við þessa líka fínu brennu. Þar var grillað fyrir börnin, sungið og spjallað um daginn og veginn. Ég tók hins vegar að mér að leik við stóran hóp barna sem fannst sérlega spennandi að henda grjóti í vatnið. Gríðarlegt magn steina er þarna í fjörunni og hópurinn hafi hent á þriðja hundrað steinum sást varla högg á vatni, slíkt er grjótmagnið. Í eitt skiptið rak ég hins vegar upp stór augu. Eitt krílið tók þá upp stein sem mér þótti ansi merkilegur. Vildi ég ólmur eiga steininn en krílið hélt nú ekki. Ég skellti mér á skeljarnar og grátbað gríðlið um að gefa mér hann, án árangurs...Út í vatnið átti hann fara og út í vatnið fór hann. Ég lagði hins vegar vel á minnið hvar grjótið lenti, staðráðinn í að ná í hann þegar grjótkastinu lyki. Eftir dúk og disk hætti liðið að kasta. Eins og við manninn mælt rauk ég til litlu systur Guðrúnar og bað hana að vaða eftir steininum sérkennilega og viti menn...hún fann hann. Um leið og hann kom í mínar hendur greyp ég hann heljartaki og sleppti honum ekki fyrr en seinnipartinn í gær.

Margir kunna að spyrja sig hvað í fjandanum var svona merkilegt við þennan blessaða stein. Svarið er að mínu mati afar einfalt en mig langar samt að leyfa ykkur að dæma sjálf.

Steinninn

Hvað segið þið...hverju líkist þessi steinn?


Ha?

Hvernig í ósköpunum fóru þeir að því að finna gatið ef rúðan mölvaðist...röðuðu þeir brotunu saman eða? 

Eða er ég kannski eitthvað að misskilja orðið mölva?

Hjálpið mér hérna... 


mbl.is Skotið á bíl í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman er að kom'í Keflavík...

Já þið lásuð rétt. Þótt ég sá Skagamaður get ekki sagt neitt nema gott
um Keflavík. Eins og sumir vita þá á ég góðan vinahóp þarna suðurfrá og
það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þeirra. Í gær var síðasti
dagurinn í sumarfríinu og var hann alveg grand. Ég renndi suður með sjó
upp úr 10 með örstuttu stoppi í Kópavogi. Þar pikkaði ég upp einn mesta
höfðusmann landsins, Berta sjálfann, og brunuðum við galvaskir til Kef.
Reyndar var áfangastaðurinn í Innri-Njarðvík en þar sem félagar mínir
eru Keflvíkingar þá kýs ég að kalla þetta Kef. Þar tóku á móti okkur
höfðingjarnir Haraldur, Einar og Jón Grétar. Halli er einn albesti
náungi sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ekki eru Einar og Jón Grétar
síðri. Eftir að hafa snætt dýryndis tælenskan mat skelltum við
félagarnir okkur í hið geysiskemmtilega borðspil STJÓRINN. Þar sem
þetta spil gengur út á fótbolta töldum við okkur allir vera á
heimavelli og hver öðrum betri. Við spiluðum í heila 5 klukkutíma, 3
leiktíðir. Eins og við var að búast vann ég öll seasonin og naut þess
til hins ýtrasta á kostnað félaganna. Klukkan 18 skellti ég mér svo í
bíó og tók hvorki fleiri né færri en tvær myndir takk fyrir. Halli er
bíóstjóri í bænum og Berti í vinnu hjá honum þannig að það var vel
hugsað um mig. Úðuðu þeir í mig poppi og kók eins og ég gat í mig
látið. Fyrri myndin var engin önnur en SIMPSONS. Skemmti ég mér
konunglega yfir ótrúlegum ævintýrum gulu fjölskyldunnar frá
Springfield. Svei mér þá ef hún minnti mig ekki örlíti á lífið á
Brekkubrautinni hér forðum daga. Seinni myndin var svo Harry Potter and
the Order of the Pheonix. Mjög skemmtileg mynd að mínu mati enda mikill
ævintýramaður í mér. Herlegheitunum lauk um 22:30 og eftir stutt spjall
við Bertann rúllaði ég mér upp á Skaga aftur. Sannarlega frábær dagur
og aldrei að vita nema þetta verði endurtekið.

Aftur til fortíðar, aftur!

Sumarfrí getur verið yndislegt. Er búinn að horfa á nokkra þætti af Prúðuleikurunum í morgun...alger snilld. Svei mér þá ef maður hefur bara ekki meira gaman af þessu eftir að maður eldist. Hver man ekki eftir Kermit, Gonzo, Fozzy, Animal, Miss Piggy og Scooter. Ef þetta er ekki alveg á hreinu þá koma stjörnurnar í þeirri röð sem talin er upp hér að ofan. 

   Gonzo   Fozzie   Animal   Piggy   Scooter

Þá er um að gera að leyfa intro-inu að fylgja með...til ánægju og yndisauka.


Blöðin

Ég er mikill fréttahaukur og les því öll dagblöð sem koma út í landinu á hverjum degi. Mest er ég fyrir íþróttafréttirnar enda eru íþróttir mínar ær og kýr. Auðvitað les ég allt blaðið spjaldanna á milli en íþróttafréttirnar eru í uppáhaldi eins og áður segir. Þeir hjá Mogganum koma íþróttunum langsamlega best til lesenda að mínu mati. Þar eru fréttirnar fagmannlega unnar og lítið um persónulegt álit þess sem skrifar. Íþróttafréttir Blaðsins eru frekar snubbóttar, ekki nema 1 blaðsíða. Þar er yfirleitt ein ágætis grein fyrir miðju og svo slúðurdálkar sitthvoru megin við hana. Í þeim mátti oft greina skoðanir þess sem skrifar en það hefur verið að breytast. Þar virðast einnig vera ágætis pennar því fréttirnar eru oftar en ekki vel skrifaðar og hnyttnar, þegar svo ber undir.

Þeir hjá Fréttablaðinu fá hins vegar ekki háa einkunn hjá mér.  Til að byrja með voru íþróttafréttir þeirra ekki nema ein blaðsíða en þeir hafa tekið sig á með það og eru þær nú allt frá 1 upp í 3 síður. En betur má ef duga skal. Þeir sem þar skrifa virðast hafa algerlega frjálsar hendur í skrifum sínum sem gerir það að verkum að maður stendur oft á gati. Ég varð því ekki hissa þegar Guðjón, þjálfari Skagamanna, lét einn blaðamann FB heyra það eftir Víkingsleikinn. Þar þuldi blaðamaðurinn upp tóma vitleysu um yfirburði Víkinga Guðjóni til lítillar gleði enda fór leikurinn 3-0 fyrir ÍA. Í blaðinu í morgun er umfjöllun um leik minna manna gegn HK. Þar segir blaðamaðurinn að línuvörðurinn hefði sýnt mikinn drengskap þegar hann viðurkenndi að um rangstöðu hefði verið að ræða þegar Andri Júl skoraði. Maður ætti kannski að benda honum á sjónvarpsupptökur RÚV. Þar sést greinilega að einn varnarmaður HK spilar Andra réttstæðan og sá hinn sami veit upp á sig skömmina. Svona ritháttur á að mínu mati engan vegin heima í blöðum sem dreift er á nánast öll heimili á landinu. Auðvitað má blaðamaðurinn hafa þessa skoðun og allt það en honum er skylda til að koma efninu frá sér á hlutlausan hátt án þess að það endurspegli hvað honum finnst. Þá fjallar hann ekkert um markið sem Svadumovic skoraði en var ranglega dæmt að því er virtist. Að vísu fengum við ekki að sjá upptöku af því atviki en ég held að flestir séu sammála um að það hafi verið rangur dómur. Svona blaðamennska gengur auðvitað ekki og þeir mega alveg taka skrif sín til endurskoðunar áður en þeir setja blöðin í prentun. 


Einu sinni var...

Er í sumarfríi þessa daganna og nýt þess til hins ítrasta. Maður er búinn að afreka ýmislegt og fara hingað og þangað um landið þótt það eitt og sér teljist ekki til afreka. Þrátt fyrir allt sem búið er að gerast koma dagar þar sem ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera, eins og t.d. í morgun. Ég vappaði hér um íbúðina og fann mér engin verkefni(enda allt svo fínt og flott). Þegar ég svo sest fyrir framan tölvuna kem ég auga á svolítið spennandi, myndbandsspóluna Michael Jordan - Air Time. Í tækið fór spólan og í sófann fór ég. Í tæpan klukkutíma sat ég sem límdur fyrir framan sjónvarpsskjáin dolfallinn yfir tilþrifum mestu körfuknattleikshetju allra tíma. Þarna var Jordan í baráttunni við kalla eins og Patrick Ewing, Xavier McDaniels, Buck Williams og Joe Dumas svo einhverjr séu nefndir.  Mér fannst eins og ég væri orðinn 13 ára á ný. Ég var kominn langleiðina í íþróttaskóna og á leið út á körfuboltavöll með atvinnumannadrauma NBA-deildarinnar í farteskinu þegar ég rankaði við mér. Í myndinni fjallar Jordan m.a. um tíma sinn með Draumaliði USA frá 1992. Í því liði voru þvílíkar hetju, sjittr. Bird, Barkley, Magic, Stockton, Mullin, Drexler, Ewing, Leattner, Malone, Pippen og D.Robinson ásamt Jordan auðvitað. Þjálfari var svo enginn annar en Chuck Daly, usss og susss. Mikið agalega var gaman að detta svona nokkur ár aftur í tímann, þó það sé ekki nema tæpan klukkutíma.

Best að drífa sig að taka úr vélinni áður en konan kemur heim ;) 


Konur og ...

...fjarstýringar eiga ekki saman. 

Mútta hringdi í mig áðan og spurði mig hvar AV-takkinn væri á fjarstýringunni sinni. Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um það enda aldrei notað hana(þau voru að fá nýtt sjónvarp). Ég sagði að það hlyti að standa á blessaðri fjarstýringunni en mamma gamla hélt nú ekki. "Þessi NÝJU tæki eru öll svo flókinn að það er ekki fyrir nokkurn mann að læra á þau" segir hún háum rómi. Ég bað hana því að fara yfir alla takkana á fjarstýringunni fyrir mig í símann. Hún byrjaði: "TV, VCR, DVD, MENU, TXT, PRESENT, ZOOM, AV...huhh...það er hérna vinur, ég er búin að finna þetta. Þakka þér fyrir elskan, ég veit ekki hvar ég væri án þín, bæbæ"

Er þetta þetta eðlilegt?


Blóðpeningar!

Mikið óskaplega get ég látið afnotagjöld RÚV fara í taugarnar á mér. Að borga einhvern 2500 kr. á mánuði fyrir bæði kúk og skít er algerlega óþolandi. Það er nóg af hvoru tveggja í minni fjölskyldu og þá læt ég ótalið það sem 14 hestar hans pabba gamla skilja eftir. Svo er menn að kvarta yfir einhverjum 4000 kalli sem borga á fyrir Sýn2...pfff. Þar er maður þó að fá nákvæmlega það sem maður vill. Eins og sjá má hér að neðan er kvölddagskráin á RíkisÚtvaripuViðbjóður álíka spennandi og hurðahúnn.

20:05 - Mæðgurnar (Gilmore Girls) er bandarísk þáttaröð um einstæða móður sem rekur gistihús í smábæ í Connecticut-fylki

20:50 - Lithvörf (ekki spyrja mig um hvað það er, en 5 mínútna þáttur getur varla verið merkilegur)

20:55 - Á flakki um Norðurlönd (På luffen norden) er finnsk þáttaröð um ungt fólk á ferðalagi um Norðurlönd.

21:25 - Svanavatnið (Ut i naturen: Svanesjöen) er norskur þáttur um náttúruperluna Glommu og svanina þar.

22:00 - Tíufréttir (Hápunktur kvöldsins með Pál Magnússon í aðalhlutverki + mörkin í Landsbankadeildinni) 

22:25 - Lögregluforinginn Jericho - Holir menn (Jericho: The Hollow Men) Breskur spennumyndaflokkur sem gerist á árunum fyrir 1960 og segir frá lögreglufulltrúanum Michael Jericho og samstarfsmönnum hans sem glíma við erfið mál. GÆTI GENGIÐ.

00:00 - Kastljós (Endursýnt)

00:30 - Dagskrárlok 

- Ég get ekki annað sagt en SJITT.


Glætan!

Rakst á könnun í Fréttablaðinu í morgun þar sem spurt var: 

Ætti lögreglan að hjálpa til við leitina að hundinum Lúkasi?

22,1 % sögðu JÁ

77,9 & sögðu NEI.

ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞÁ SEM SÖGÐU JÁ? Vinsamlegast látið athuga með baunina á ykkur!

Um að gera að eyða peningum skattgreiðenda í að leita að þessu hundræksni. Eigandinn getur bara leitað að sínum hundi sjálfur eins og annað fólk.  

GLÆTAN! 


Alveg milljón

Hún mútta gamla getur stundum verið alveg milljón. Í gegnum árin hefur hún tekið utan af hverjum konfektmolanum á fætur öðrum í votta viðurvist án þess kippa sér mikið upp við það. Þá leiðst henni ekki að hneyksla okkur bræðurna og gerir hún í því við hvert tækifæri. Hún heldur reyndar enn að við skömmust okkar fyrir hana(eins og maður gerði þegar maður var unglingur) en það er fjarri lagi. Ég neita því þó ekki að ég get stundum verið alveg mát þegar hún á í hlut. 

Síðasta uppátæki hennar var síðastliðinn þriðjudag. Eftir að vinnu lauk fór hún á Brekkubrautina til að hitta fjölskylduna. Ákveðið var að skella sér í heimsókn til okkur Guðrúnar og það á tveimur jafnfljótum. Þegar leggja átti af stað uppgötvaði sú gamla að hún hefði gleymt einhverju uppi í vinnu. Rétt áður en gengið er út um útidyrnar hringir hún í Securitas til að láta þá vita að hún færi inn. Síðan er gengið af stað. Þegar familian er komin næstum hálfa leið upp í banka(og mamma enn í símanum) stoppar hún skyndilega. "Nei...Það bara slitnaði!" segir sú gamla steinhissa og horfir undrunar augum á símann. "Hvað ætli hafi gerst" heldur hún áfram og byrjar strax að búa sér til atburðarás í höfðinu. Þá verður Brósa litið á hana þar sem hún stendur og starir á símann með augu eins og undirskálar. Síðan springur hann úr hlátri. Haldið ekki að sú gamla hafði hringt úr heimilissímanum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband