Lok, lok og ...

Ég skrapp í bæinn í gær með pabba gamla. Tilgangur ferðarinnar var að kaupa eitt stykki rúm. Kaupin gengu vel fyrir sig og glaðbeittir ákváðum við að koma við á KFC á heimleiðinni, svona rétt til að seðja hungrið. Er við komum á bílastæði KFC í Mosó stekk ég út úr bílnum, geng ég af stað í átt að veitingastaðnum og smelli bílnum í lás. Inn fer ég, tek mér númer og skanna hversu lengi ég þarf að bíða. Þar sem ég stend verð ég skyndilega var við að Kallinn er hvergi nærri. Taldi ég víst að hann hefði skroppið á klósettið að gera þarfir sínar. Áfram beið ég. Eftir u.þ.b. 5 mínútna bið verð ég enn ekki var við Höfuð fjölskyldunnar þannig að ég tek röltið um staðinn í von um að finna það. Hvergi var Kallinn að finna. Ég stökk því út og tékkaði á honum þar. Við komuna út sé ég herramanninn baða út öllum útlimum inni í sendiferðabílnum sem við komum á. Gekk ég því að bílnum til að kanna málið. Haldiði að ég hafi ekki læst karlkvölina inni í bílnum og gat hann enga björg sér veitt. Bílhræið ku vera þannig hannað það er ekki hægt að opna hann innan frá. Karlkvölin mátti því dúsa þar inni þar til ég aulaðist til að koma auga á hann. Þegar ég uppgötvaði hvað ég hafði gert og hvað hann hafði gengið í gegnum lippaðist ég niður í hláturskast og gat mig hvergi hreyft honum til lítillar skemmtunar Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg klár á því að þetta hefur verið viljaverk hjá þér. Skammastu þín!

Doddi (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 09:46

2 identicon

Hefði viljað vera á staðnum ;)

Er samt mjög fegin að þetta var ekki ég sem læstist inni í bílnum...

Guðrún (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband