Ég þekki fjöldann allan af fólki sem reykir eða hefur einhvern tímann reykt. Allt er þetta hið besta fólk þrátt fyrir þennan leiðindaávana. Það sem hefur pirrað mig hvað mest í gegnum tíðina er auðvitað reykurinn sem fylgir blessaðri neyslunni. Hann er gríðarlega sterkur og mjög gjarn á að festast í fötum. Í gamla daga grét maður blóðugum tárum til þess eins að fá pabba gamla til að hætta. Á endanum gekk það en ekki var það fyrir grátandi soninn...svo mikið er víst. Heldur var það vegna þess að hann var búinn að bíta það í sig að hætta þegar hann yrði fertugur - hann hætti daginn áður en hann varð 41. árs og stóð við sitt. Næstu dagar á eftir voru honum afar erfiðir. Aldrei hef ég séð nokkurn mann kveljast eins mikið og svo mér þá ef þarna hafi ég ekki séð karlmann gráta í fyrsta sinn. "Ekkert nýtt" sagði mamma og hló. Blessunarlega hef ég sjálfur aldrei lagt stund á þessa heilsuspillandi iðju og á því verður engin breyting þótt bauninn uppfinningasami hugsi sér eflaust gott til glóðarinnar. Hinn pirrandi reykur sem fylgt hefur sígarettunum mun senn hverfa á braut en um leið og það gerist hef ég eilitlar áhyggur.
Hvað gera þeir sem í gegnum tíðna hafa verið duglegir að fá sér SMÓK?
![]() |
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.