Bloggar | 25.9.2007 | 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við Guðrún stöndum í pökkun þessa dagana. Þann 1. október n.k. eigum við að afhenda Smáraflöt 3 formlega og þar með er þeim kafla í lífi okkar lokið. Undanfarna daga hef ég verið að hamast við að henda búslóðinni í kassa og gengur það svona upp og ofan. Telst mér til að kassarnir séu orðnir hátt á þriðja tuginn. Stærstu eignir okkar fara auðvitað ekki í kassa en engu að síður ætlum við okkur að reyna að vöðla því drasli inn í bóluplast með einum eða öðrum hætti. Næsta helgi fer svo í að koma blessuðum kössunum fyrir hér og þar um bæinn hjá fólki sem er svo elskulegt að leyfa okkur að hýsa búslóðina þar til við fáum afhent þann 1.nóvember. Reyndar mun það verða eitthvað lengur því við ætlum okkur ekki að flytja inn fyrr en búið er að mála og gera allt klárt. Ætli innflutningur verði svo ekki um miðjan nóvember ef allt gengur að óskum. Persónulega get ég ekki beðið eftir að komast á Dalbrautina. Það er ekki á hverjum degi sem maður flytur í hús með bílskúr og alles. Það held ég að nýji fjölskyldumeðlimurinn verði ánægður í öllu þessu plássi. Þetta verður í annað skiptið sem við Guðrún flytjum þannig að við eigum enn nokkuð langt í að ná Hadda Bró og Krissý sem samkvæmt mínum kokkabókum hafa staðið í þessu veseni í heil átta skipti. Geri aðrir betur. Síðan verður spennandi að sjá hvað maður gerir með bílskúrinn...alltaf gaman að vera með bílskúr. Verst að þurfa að selja Honduna en eitthvað verður að víkja þegar maður er að stækka við sig. Þess ber svo að geta að við Guðrún munum halda til hjá Guns n' Roses þennan rétt rúma mánuð sem við erum heimilislaus. Ég veit reyndar að það mun ekki væsa um okkur þar enda eru rokkararnir sannkallaðir höfðingjar heim að sækja.
Over and out.
Bloggar | 18.9.2007 | 22:04 (breytt kl. 22:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk óvænta heimsókn í gær. Helvítis pestin bankaði á dyrnar algerlega óboðin og hreiðraði um sig í líkama mínum mér til mikilar armæðu. Mikið agalega er leiðinlegt að vera veikur. Í dag er ég búinn að liggja í rúminu eins og aumingi. Stíflað nef, höfuðverkur, bólgur í hálsi og beinverkir eru algerlega að gera útaf við mig. Það er fátt sem mér er meira illa við en pestin.
Bloggar | 14.9.2007 | 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Randver hættir í Spaugstofunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.9.2007 | 08:34 (breytt kl. 08:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stórn FH hefur tekið ákvörðun um að leyfa Atla Viðari og Heimi Snæ ekki að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Finnst mér þessi ákvörðun afar léleg og engan vegin tekin með hagsmuni leikmannanna að leiðarljósi. Þessir guttar eru leikmenn FH og myndi ég nú halda að það gæfi þeim báðum afar mikið að fá að taka þátt í eins stórum leik og úrslitaleikurinn er. Sú upplifun og reynsla sem leikmenn fá af úrslitaleikjum er gríðarleg og hjálpar leikmönnunum frekar en hitt. Ætli FH-ingar að nota þessa leikmenn í framtíðinni þá kemur leikur sem þessi þeim mun betur góða en að láta þá horfa á hann úr stúkunni. Félagið ætlar sér greinilega ekki að nota þessa leikmenn í nánustu framtíð og þess vegna er þeim alveg sama þótt þeir missi af þessu stóra tækifæri. FH-ingar eru greinilega hræddir við leikinn og geta ekki hugsað sér að tapa tveimur titlum þetta árið, fari svo að Valsarar hrifsi af þeim íslandsmeistaratitilinn - sem ég tel reyndar frekar ólíklegt.
Mér finnst þetta ákaflega döpur ákvörðun og engan vegin félaginu til sóma.
Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.9.2007 | 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er gríðarlegt gleðiefni að Króatarnir tveir í Skagaliðinu, þeir Dario og Viego, munu spila með liðinu í Landsbankadeildinni að ári. Félagarnir skrifuðu undir 2 ára samning í dag og kætir það eflaust öll skagahjörtu. Hafa þeir styrkt liðið svo um munar og vil ég meina að þetta séu sterkustu erlendu leikmennirnir sem leika hér á landi. Innkoma þeirra í liðið umbylti gengi liðsins og öllum(nema kannski Gaua) að óvörum er liðið nú í 3.sæti deildarinnar.
Til hamingju Skagamenn.
Bloggar | 5.9.2007 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á þessa fyrirsögn á mbl í gær og mér krossbrá. Minningarnar um "pabba" streymdu fram og ég hugsaði allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðna. Síðan hugsaði ég "það hlaut að vera, ég er svo miklu myndarlegri en hann og ekki hafði ég fótboltahæfileikana frá honum svo mikið er víst" Þetta getur þá ekki verið neinn annar en hinn eini sanni Hemmi Gunn enda análaður kvennamaður hér á árum áður. Ég smellti því á fréttina til fá staðfestingu á þessum pælingum mínum. Mér til mikillar undrunar fjallaði greinin ekki um mig, heldur einhvern Lúðvík Gissurarson. Ég var þá sonur pabba eftir allt saman. Innst inni var ég nú frekar feginn því þegar allt kemur til alls er hann talsvert flottari kall en Hemm Gunn(þótt hann sé einn sá alflottasti)
Bloggar | 29.8.2007 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Glæsileg Honda CRV til sölu.
Gripurinn er sjálfskiptur, 2002 módel og ekinn 72.000 km.
Verð: 1.590.000.
------------------------------------------
Nánari upplýsingar í s:692-8920.
Bloggar | 26.8.2007 | 18:34 (breytt kl. 19:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fór á stórtónleika Kaupþings í gær. Mjög skemmtilegir tónleikar fyrir utan lokaatriðið...fer nánar út í það síðar. En eitt atriði ruglaði mig alveg í ríminu. Palli veislustjóri stígur þá á svið og segir að EINI SANNI KÓNGURINN sé næstur á svið. Ég varð auðvitað steinhissa..."bíddu, bíddu, eru þetta ekki tónleikar" hugsaði ég með mér. "Hvað í andskotanum ætlar Gaui Þórðar að fara að gera upp á svið". Ég beið spenntur eftir kallinum. Kemur þá ekki Bubbi Mothens gangandi fram á sviðið. Varð ég illa svikinn þar því ég vissi ekki betur en að Gaui væri eini kóngurinn á Íslandi. En það má svo sem segja að þeir séu tveir því Mothensinn hélt uppi frábærri stemmningu með ýmsum trixum og fólk fílaði jaxlinn.
Ég var hins vegar ekki sáttur við að Palli skyldi koma mér svona úr jafnvægi í gær. Það er algert lágmark að drengurinn viti að Gaui er auðvitað Aðal-Kóngurinn...Bubbi kemur svo þar á eftir.
Bloggar | 18.8.2007 | 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uss og suss. Ég þekki nokkra menn sem hafa þá bölvun á sér að halda með Tottenham. Að vísu held ég að sá sem lagði þessa bölvun á karlagreyin sér alger snillingur. Betri bölvun er ekki hægt að leggja á nokkurn mann. Ég hef fylgst með enska boltanum síðan 1989 og er þeirrar gæfu aðnjótandi að halda með Arsenal, erkióvinum Tottenham. Gengi minna manna var afar mismunandi til að byrja með en frá 1996 hefur það verið nokkuð gott. Síðan AW tók við hefur liði t.a.m. aldrei verið neðar en í 4.sæti. Tottenham hins vegar hefur ekki verið ofar en 4 sæti síðan elstu menn muna. Ár eftir ár verða stuðningsmenn þeirra fyrir vonbrigðum vegna slælegs árangurs þrátt fyrir sterkan hóp...mér til mikillar gleði. Einn ágætur maður sagði eitt sinn að lið vinni ekki titilinn í upphafi móts en þau geti aftur á mótið tapað honum. Að tapa tveim fyrstu leikjunum telst varla vænlegt til árangurs og ég held að ég komi engum úr jafnvægi þegar ég fullyrði að Tottenham verði ekki meistari í ár.
Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.8.2007 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)