Um daginn sá ég að einhver 29 ára strákur hefði verið ráðinn sem höfuð FL-Group. Frábært hjá honum og vonandi stendur hann sig vel. En nú í vikunni sá ég þennan sama strák á forsíðu Séð & Heyrt þar sem talað var um Undrabarnið hjá FL-Group. Vissulega er strákurinn seigur að vera orðinn svona hátt settur svona ungur en hann er svo sannarlega ekkert barn. Þá held ég að blessaður pilturinn sé langt frá því að vera eitthvað undur. Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn dauðþreyttur á því þegar blessuð blöðin hygla endalaust einhverjum peningapúkum bara af því að þeir eru svo ríkir. Í mínum augum er fólkið sem vinnur sjálfboðastarf hjá RKÍ miklu meiri hetjur en einhverjir Jónar sem græða á tá og fingri en gefa ekkert af sér. Um að gera að eyða milljónum til þess að rífa hús og byggja nýtt. Ég átta mig einfaldlega ekki á því út á hvað þetta gengur allt saman. Fólk er að missa sig í peningahyggju og ég er algerlega kominn með upp í kok af því.
Bloggar | 16.12.2007 | 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fór á einhverja mögnuðustu tónleika ævi minnar á sunnudagskvöldið. Mugison var hér í bæ að kynna nýjustu plötuna sína, Mugiboogie. Með Mugison voru Skagamaðurinn Davíð Þór, Pétur Ben, Arnar Gísla og Guðni Finnsson. Fyrsta lagið tók drengurinn með trommaranum Simma héðan af Skaganum. Frábær frammistaða. Þá tóku þeir Mugiboogie sem er einmitt fyrsta lagði af plötunni Mugiboogie og þvílíkt show. Þegar Arnar sló trommurnar var eins og maðurinn væri með hríðskotabyssu...þvílíkt power. Eftirleikurinn var í sama gæðaflokki og engu líkara en drengirnir væru komnir þarna til að frelsa viðstadda. Annar eins þéttleiki hefur ekki sést í Bíóhöllinni. Ekki má gleyma að minnast á frábæra útgáfu af Mur Mur...uss og suss. Ég er ekki frá því að þessir drengir sem þarna stigu á svið myndi eitt besta íslenska band fyrr og síðar. Allir eru þeir miklir hæfileikamenn og hrein unun að fylgjast með þeim á sviði. Verst þótti mér að höllin skildi ekki vera full. Held ég að við Skagamenn hafi hreinlega ekki áttað sig á hverslags konfekt verið var að bjóða upp á.
Bloggar | 4.12.2007 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í hádeginu í gær var nú aldeilis pat á mínum. Þessi tími er vanalega mikill quality-time fyrir mig en ekki í gær...því fer víðs fjarri. Ég byrjaði á því að henda hundinum út og sansaði mér mat á meðan kvikindið gerði þarfir sínar. Eitthvað var lítið um þarfir þannig að ég tók greyið aftur inn. Þegar ég er nýbyrjaður að snæða sé ég hvar krílið laumast fram í stofu og taldi ég líklegt að nú væri pissutími. Ég stökk því á eftir henni. Þegar ég kem inn í stofu er hún að míga á dagblöðin sem hún á að míga á. Ég varð svona líka glaður og fagnaði henni ægilega. Þegar hún stekkur af stað til mín stígur hún í hlandið og ber það um öll gólf. Ekki var ég par sáttur við þetta og þurfti nú að fara að þurrka henni og þvo gólfið. Við svo búið ákvað ég að taka dagblöðin sem hún meig á og henda þeim í ruslið. Þá hafði krílið losað sig við svo mikið magn að þegar ég tók blöðin upp lak allt heila klabbið yfir buxurnar mínar, sokkana og stóran hluta stofugólfsins...fokk...Hún hresstist ægilega við þetta en mér féllust hendur. Til að hún væri ekki að snuðra í þessu ákvað ég að henda henni aftur út viss um að hún myndi nú örugglega skíta fyrst hún væri búin að míga. Síðan fór ég úr buxunum og sokkunum og bónaði gólfið í annað sinn. Þegar þessu veseni lauk ákvað ég að líta eftir dömunni með þá von í hjarta að nú væri hún búin að skíta. Jú...hún hafði skitið prinsessan og aftur fagnaði ég þrátti fyrir mikla erfiðleika eftir síðustu fagnaðarlæti. Ég tók hana upp og hófst handa við að þurrka bleytuna af fótum hennar. Þegar ég er við það að verða búinn sé ég skítaklessu á bolnum mínum. Hafði snúllan þá ákveðið að klára skeiniríið í fötin mín mér til mikillar gleði. Þegar upp var staðið þurfti ég að skipta algerlega um föt þrátt fyrir að tíkargreyið hafi gert allt rétt. Eftir allt hafaríið var súpan mín orðin köld og lystin fokin út í veður og vind...sannarlega quality-tima, ekki satt.
Bloggar | 28.11.2007 | 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 8.11.2007 | 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar maður sér svona fyrirsögn þá getur maður vart orða bundist.
"Karlmanni hefur verið bætt á lista kynferðisafbrotamanna í Bretlandi, eftir að sást til hans hafa kynmök við reiðhjól í hótelherbergi í Ayr í Skotlandi. Hótelstjórinn lagði fram kæru eftir að starfsmenn höfðu gengið inn á manninn, þar sem hann hafði gyrt niður um sig og hreyfði mjaðmirnar fram og aftur á hjólinu. Þetta er ekki fyrsta undarlega kynferðisbrotið á Bretlandi, en rafvirkinn Karl Watkins var fangelsaður fyrir að hafa haft kynmök við gangstéttir í bænum Redditch árið 1993."
Hvert stefnum við eiginlega?
Bloggar | 30.10.2007 | 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fór í bæinn um helgina sem er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að þegar halda átti heim skellti maður sér í leigubílaröðina eins sönnum herramanni sæmir. Þvílík mistök sem það voru...sjitt!!! Ég beið í...haldið ykkur fast...einn og hálfan klukkutíma! Er ekkert verið að fíflast í manni þarna? Var einhversstaðar falin myndavél? Þetta minnti helst á fyrsta söludag nýjustu Harry Potter bókarinnar. Ég er nú þegar búinn að lofa sjálfum mér að fara ALDREI aftur í þessa svínslegu röð aftur því hún er sennilega eitt mesta kjaftæði sem fundið hefur verið upp. Það sem pirrar mann hvað mest var þegar fólk var að laumast inn í röðina hjá vinum sínum. Svo eru menn hissa á að íslendingar kunni ekki að fara í röð! Það nennir enginn þessu helvítis kjaftæði.
Bloggar | 30.10.2007 | 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er þetta fólk eiginlega að smíða geimflaugar? Nei, maður spyr sig. Þessir varamenn hljóta að vera lykilmenn þótt það sé hæpið að nokkur lykilmaður yrði settur sem varamaður. Þeir sem ákveða svona lagað hljóta að halda að Borgin sökkvi í sæ ef þetta fólk væri ekki þarna þannig að það er um að gera halda því ánægðu og borga þeim almennileg laun...Þau eiga það nú skilið fyrir EINN skítafund á viku...Pfff. Svo stundar maður þriggja ára háskólanám og kemur út með skitinn 200.000 kall fyrir 100% vinnu og það fyrir skatta. Hvernig er hægt að réttlæta svona lagað?
Varaborgarfulltrúar fá 300 þúsund á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2007 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lesendur munu eflaust ekki fara varhluta af því að bloggið mitt beri vott um að hundur sé kominn á heimilið. Litla krílið vekur stanslausa lukku og gleður hvern þann sem kemur í heimsókn. Núna ætla ég hins vegar ekki að segja frá hvuttanum mínum. Hins vegar fáið þið litla sögu frá kvikindi af sömu tegund - Pug.
Guðný mágkona átti einn slíkan sem var ólmur í poppkorn og hámaði það í sig við hvert tækifæri. Eitt skipti þegar Gugga var búin að poppa missti hún eitt kornið á gólfið. Bjóst hún við Grettir myndi éta poppið eins og venjan var. Þegar hann hins vegar gerir sig líklegan til að gæða sér á poppinu andar hann með nefinu á það með þeim afleiðingum að poppið hreyfðist. Brá Gretti svona líka í brún að hann tók að hoppa og skoppa, urrandi og geltandi í kringum saklaust poppkornið. Eitthvað skellti þetta honum skelk í bringu, því síðan poppkornið fór á flakk leit Grettir ekki litið við poppkorni.
Ótrúlegar týpur ekki satt?
Bloggar | 17.10.2007 | 13:41 (breytt kl. 13:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á skemmtilega frétt af friðarsúlunni nú áðan. Það er alltaf gaman af mönnum sem hafa frjótt ímyndunarafl. Kíkið á fréttina hér.
Bloggar | 10.10.2007 | 13:28 (breytt kl. 13:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Biðin eftir hundinum góða er senn á enda. Á föstudaginn kemur munu við Guðrún skella okkur suður að sækja nýja fjölskyldumeðliminn og óhætt að segja að tilhlökkunin sé mikil. Það er rúmlega mánuður síðan við kíktum á hann fyrst og síðan þá hefur maður talið niður. Krílið litla sem er varla gangfær verður með okkur á Brekkubrautinni fyrsta mánuðinn eða allt þar til við flytjum í nýja húsið á Dalbrautinni. Ég afhenti nýjum eigendum Smáraflatarinnar í gær og óhætt að segja að manni sé nokkuð létt að vera loksins búinn að þessu. Allur þessi húsnæðisprósess hefur tekið sinn toll af manni og nú getur maður aðeins slakað á. Verst er þó að hugsa til þess að eftir um mánuð þurfum við aftur að fara að basla. Sökum mikilla anna ætlum við ekki að stressa okkur mikið og eina markmiðið er í raun og vera að vera með allt tilbúið fyrir jól. Sannarlega gott markmið það.
Bloggar | 2.10.2007 | 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)