Kjarakaup.

Skrapp í Eymundsson í gær og rakst þar á geisladiskaútsölu. Gerði ég þessi líka kjarakaup hjá Munda frænda því fyrir 2994 kr. fékk ég hvorki meira né minna en 6 frábæra geisladiska(9 ef dvd aukadiskarnir eru taldir með)

Þessir frábæru diskar voru:

  1. U2 - How to dismantle an atomic bomb(2-faldur).
  2. Muse - Black holes and revelations.
  3. Megas - Passíusálmar í Skálholti(2-faldur).
  4. Radiohead - Amnesiac.
  5. Pearl Jam - Pearl Jam.
  6. Bruce Springsteen - We shall overcome the seeger sessions(2-faldur).

Eigum við að ræða þetta eitthvað?


Hvar er Sagna?

Ég rakst á lista yfir 10 bestu kaupin á Englandi þetta tímabilið.

Sagna

10. Martin Skrtel

9. Wilson Palacios

8. Martin Petrov

7. Sulley Muntari

6. Jermain Defoe

5. Carlos Tevez

4. Yakubu

3. Anderson

2. Roque Santa Cruz

1. Fernando Torres

Maður hlýtur að spyrja sig hvar maður eins og Bakary Sagna er eiginlega á þessum lista. Hann hlýtur að vera ofar en flestir sem þarna eru. Persónulega myndi ég setja hann í þriðja sætið á eftir Torres og Santa Cruz. Drengurinn spilaði eins og engill í allan vetur og var m.a. valinn í lið ársins hjá flestum fjölmiðlum. Það virðist hins vegar ekki vera nóg til að komast á listann yfir bestu kaupin. Ef mig minni rétt þá kostaði pilturinn eitthvað í kringum 7 milljónir punda sem er í sjálfu sér ekki mikið við slíkan gæðaleikmann. Ég held að þeir sem settu þennan lista saman hafi hreinlega haldið að téður Sanga sé búinn að leika með Arsenalliðinu í mörg ár...svo góð var frammistaða hans í vetur.


Heimurinn versnandi fer!

Ég meina það...

  • Josef Fritzl.
  • Presturinn á Selfossi.
  • Lík kornabarna finnast í frysti.
  • Krónan hrapar.
  • Fjöldamorð í Mexíkó. 
  • Náttúruhamfarir í Burma.
  • Írak - say no more.
  • o.s.frv.
  • o.s.frv.

Þetta er nú meiri staðurinn sem við búum á.


Trúðar!

Var ánægður með mótmælin þar til í gær þegar einhver trúður réðst á lögreglumann. Forsprakki þeirra, Sturla, segist ekki þekkja manninn neitt en veit samt að hann er slæmur í hnénu....hvað er það? Trúverðugur náungi þar á ferð. Myndi örugglega ekki hafa samband við hann ef ég þyrfti að mótmæla lágum launum. Þá sá ég í fréttunum í gær að Birni Bjarnasyni hefði borist miður falleg skilaboð á heimasíðu sinni og voru textabútarnir sýndir. Þar var dónaskapur í hávegum hafður og stafsetningavilla nánast í öðru hverju orði. Greinilega engar mannvitsbrekkur þar á ferð. Undanfarna vikur hef ég stutt aðgerðir atvinnubílstjóranna en á einum degi hafa þeir klúðrað málum þannig að þeir fá enga samúð frá mér...síður en svo. Held ég að fleiri séu sömu skoðunar.


Billy McCulloch!

Það er óhætt að segja að vefurinn YouTube hafa opnað fyrir manni nýjan heim þegar maður kynntist honum fyrst. Það fyrirfinnst varla það efni sem ekki hægt er að finna á þessum frábæra vef. Oft á tíðum leitar maður að einhverju ákveðnu en dettur svo inn á einhverja algera snilld. Um daginn datt ég t.d. inn á nokkur myndbönd með einum alfyndnasta manni sem ég hef nokkurn tímann séð. Maðurinn heitir Billy McCulloch og er nuddari hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea. Þeir sem þekkja til fótbolta vita að það er ómetanlegt að hafa svona sérfræðinga innan liðsins því þeir gera allar erfiðu æfingarnar enn meira gildi þegar allt kemur til alls. Ég vil endilega kynna þennan ágæta mann fyrir lesendum síðunnar. Þótt hann sé Chelsea-maður getur maður ekki annað en dýrkað hann.


Ný taktík fyrir Poolarana!

Það verður að segjast alveg eins og er að spilamennskan hjá Liverpool hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarna daga. Hvert klúðrið rekur annað og nú er staðan þannig að Everton, Aston Villa og Man. City eru fyrir ofan þá í deildinni. Legg ég því til að Rafa Benitez beiti nýrri taktík í næsta leik gegn Sunderland. Taktíkina gengur út á að nota sjónauka við spilamennskuna.

Kínverska landsliðið hefur notað þessa aðferð með miklum árangri. Hér sjáum við þá á æfingu í gær.

Spurning hvort Rafa taki líka upp nýja tegund búninga?

Þetta er priceless!


Nú er ég stoltur!

IA storyÞegar maður kemur auga á eitthvað eins og þetta þá er óhætt að segja að maður sé gríðarlega stoltur af því að vera SKAGAMAÐUR. Ég held að margir spái hreinlega ekki út í það hvað þetta er mikil viðurkenning fyrir boltann á Skaganum og í raun og vera á Íslandi. Að UEFA skuli sýna afrekum Skagamanna svona mikinn áhuga er ótrúlegur heiður. Takið eftir því að við hliðina á Skagamyndbandinu má sjá myndband með snillingnum Kaká. Ekki leiðinlegt það. Þetta myndband sýnir að við Skagamenn hljótum að verað að gera eitthvað rétt og það verður gaman að sjá hvaða leikmaður verður næstur langri röð atvinnumann frá Akranesi.

Enilega kíkið á þetta myndband. Það er ansi áhugavert og gaman að sjá hvað viðmælendur hafa að segja. Þið getið smellt hér til að sjá þessa skemmtilegu sögu.


Handbolti = Júróvisjón = Vonbrigði

Það er alltaf sama sagan með þess tvo hluti, þ.e. hanboltalandsliðið og júróvisjón. Alltaf er förum við út full bjartsýni og hreinlega vitneskju um að lið/lag okkar sé það allra besta og ekki hikað við að stefna alla leið á toppinn. Við megum sko ekki láta aðrar þjóðir halda að við séum fullir smáþjóðakennd og því er best að blása sig upp eins og loftbelg og láta engan bilbug á sér finna. Þegar á hólminn er komið er svo nánast alltaf það sama uppi á teningnum og það er sko ekki litla Ísland. Þá er liðið/lagið hreinlega ekki nógu gott til að keppa við önnur lið/lög. Við kúkum upp á bak og vonbrigðin leyna sér ekki hjá allri þjóðinni. Svo virðist sem við ætlum ALDREI að læra af reynslunni. Ætlum við aldrei að láta segjast? Hvernig væri að tala niður til liðs/lags áður en haldið er til keppni? Hvernig væri að slökkva á öllum sjónvarpstækjum þegar lið/lag er í sviðsljósinu? Hvernig væri að spyrja bara að leikslokum hvernig gengið hefði? Við yrðum þá sennilega ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og alltaf.


Greyið Kjellingin!

Þótt maður óski engum svo illt að vera illa veikur þá komst ég ekki hjá því að flissa þegar ég las nafn greyið nojarans. Það er því óhætt að segja að enginn landsliðsmaður Norðmanna vilji enda eins og kjelling fyrir EM.


mbl.is Veikindi Kjellings áhyggjumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risarvaxnir íþróttamenn

Ég skellti mér á handboltalandsleik í gær...Ísland vs. Tékkland. Það er gríðarlega langt síðan ég skellti mér síðast á handboltaleik. Sá leikur var nú reyndar ekkert slor. ÍR-ÍBV fyrir u.þ.b. 3 árum. Spennan var gríðarleg og þótti eyjamönnum dómgæslan svo slæm í þeim leik að þeir ætluðu sér að ganga af velli. Áhorfendur voru álíka æstir og leikmenn og þar fór fremstur í flokki formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Ég man nú ekki hvað hann heitir en það er gaurinn sem var að reyna að fá þýsku liðin til að spila í Egilshöllinni um daginn. Gekk reyndar ekki eftir hjá kallgreyinu. En hvað um það. Leikurinn í gær var þessi líka fína skemmtun. Ég tók tvo litla gutta með mér og áttu þeir ekki orð yfir hvað blessaðir handboltamennirnir voru stórir. Ég, sem næ 190 cm, var eins og peð við hliðina á þessum risum. Leikurinn var í járnum framan af en eftir að Hannes Jón Jónsson, fyrrverandi ÍR-ingur, kom inná fór að skilja á milli liðanna. Drengurinn var gríðarlega sprækur og réðu risavaxnir Tékkarnir ekkert við hraða hans. Lokatölur 33-28 okkar mönnum í vil. Það var ekki blessaður leikurinn sem heillaði mig mest í gær heldur var það góður stemmari í höllinni eins og vanalega á handboltaleikjum. Alveg þess virði að kíkja á fleiri leiki til þess eins að upplifa hana.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband