T&V og badmintontrimm ;)

Það er óhætt að segja að maður sé kominn á fulla ferð í líkamsrækt á ný enda ekki seinna vænna. Spikið sest á mann eins gamall maður í hægindastól og ef ekki á illa að fara var eins gott að taka sig saman í andlitinu og taka aðeins á því. Við bræðurnir erum byrjaðir í badmintontrimmi tvisvar í viku auk þess sem maður spila fótbolta með ekki ómerkari hópi en Tedda og veðurfræðingunum. Hvort tveggja er virkilega skemmtilegt og aldeilis góð hreyfing. Þar sem ég hafði ekki farið í badminton síðan í framhaldsskóla er maður ansi ryðgaður og reyndar hef ég ekki enn unnið sett gegn brósa. Það er alveg klárt að ég þarf að bæta bæði bakhönd og uppgjafir ef ég á einhvern tímann að eiga séns. Í boltanum er maður hins vegar öllu sprækari enda vanur því sporti. Í gær stóð mitt lið sig feikilega vel þrátt fyrir að vera manni færri stærstan hluta æfingarinnar. Fjórir sigrar gegn tveimur segir allt sem segja þarf og þess ber að geta að töpin tvö komu í síðustu tveim leikjunum þegar við vorum algerlega búnir. Miðað við hreyfinguna á manni þessa dagana er ljóst að gamli maður sest ekki svo glatt í hægindastólinn sinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú nýi íþróttaálfurinn...

Guðrún (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:12

2 identicon

Það er aðeins einn íþróttaálfur...og það er ég...muhahahahahah

Magnús Scheving (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband