Fussum svei!

Stórn FH hefur tekið ákvörðun um að leyfa Atla Viðari og Heimi Snæ ekki að taka þátt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Finnst mér þessi ákvörðun afar léleg og engan vegin tekin með hagsmuni leikmannanna að leiðarljósi. Þessir guttar eru leikmenn FH og myndi ég nú halda að það gæfi þeim báðum afar mikið að fá að taka þátt í eins stórum leik og úrslitaleikurinn er. Sú upplifun og reynsla sem leikmenn fá af úrslitaleikjum er gríðarleg og hjálpar leikmönnunum frekar en hitt. Ætli FH-ingar að nota þessa leikmenn í framtíðinni þá kemur leikur sem þessi þeim mun betur góða en að láta þá horfa á hann úr stúkunni. Félagið ætlar sér greinilega ekki að nota þessa leikmenn í nánustu framtíð og þess vegna er þeim alveg sama þótt þeir missi af þessu stóra tækifæri. FH-ingar eru greinilega hræddir við leikinn og geta ekki hugsað sér að tapa tveimur titlum þetta árið, fari svo að Valsarar hrifsi af þeim íslandsmeistaratitilinn - sem ég tel reyndar frekar ólíklegt. 

Mér finnst þetta ákaflega döpur ákvörðun og engan vegin félaginu til sóma. 


mbl.is Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir það að þetta er ákaflega döpur ákvörðun, óíþróttamannsleg ákvörðun og FH til lítils sóma.  Núna kemur þjóðin bæði til með að styðja Fjölni í þessum leik og svo Val í lokabaráttunni !

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:38

2 identicon

Virkilega lélegt af stjórn FH....hef bara ekki séð annað eins og það hjá svona stórliði. FH hrapaði í áliti hjá mér í dag og já rétt rúmlega óíþróttamannsleg ákvörðun....

Garðar (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband