Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Blessaður.
Sæll, Lúlli. Árni Gestur heiti ég og þú kenndir mér stærðfræði í grunnskóla, Langholtsskóla til að vera nákvæmur. Munið þér eftir mér? Hvernig er eintakið af Blóði Drifin Tía sem ég skildi eftir handa þér? Örugglega rykfallið, ef ekki nú þegar orðið af ryki. "Af jörðu ertu kominn, jörðu skaltu aftur verða" og allt það, þú veist. Núna er maður að gera aðra stuttmynd með Alexander, ef þú manst eftir honum. Vá, ég er að átta mig á hvað það er vandræðalegt að skrifa hingað inn ef þú ert ekki sá Lúlli sem ég þekkti. Myndin af þér þarna er ekki beinlínis að hjálpa mér, þó að hún lengi lífið mitt með því að láta mig hlæja að henni. En við vonumst til að troða myndinni inn í Stuttmyndakeppni Verzló. Og guð má vita hvað getur gerst þá, fólk sér hana örugglega. Það er það líklegasta. En núna höfum við meira en tvo daga til að taka hana upp. Reyndar ætlum við að taka hana upp á tvem dögum.. en það er vegna fjárhagslegra ástæðna ekki vegna þess að skólinn segir okkur að gera það. Jafnvel þó að við erum undir ákveðni tímapressu frá Verzló.. en samt. Þetta er orðin helvíti langur texti hjá mér. Það langu að þú deletar þessu örugglega til að spara pláss. Og ég er ekki að hjálpa lengdinni með því að skrifa um hve langt bloggið er. Röksemd sýnir að það gerir ákkúrat öfugt, bætir lengdina. En, aftur, ég vona að þú sért rétti Lúlli og ég bið að heilsa öllum þeim sem ég þekki ekki á Akranesi, sem eru allir. Kv. Árni
Árni Gestur Sigfússon (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 21. des. 2007