Frelsarinn Mugison

Fór á einhverja mögnuðustu tónleika ævi minnar á sunnudagskvöldið. Mugison var hér í bæ að kynna nýjustu plötuna sína, Mugiboogie. Með Mugison voru Skagamaðurinn Davíð Þór, Pétur Ben, Arnar Gísla og Guðni Finnsson. Fyrsta lagið tók drengurinn með trommaranum Simma héðan af Skaganum. Frábær frammistaða. Þá tóku þeir Mugiboogie sem er einmitt fyrsta lagði af plötunni Mugiboogie og þvílíkt show. Þegar Arnar sló trommurnar var eins og maðurinn væri með hríðskotabyssu...þvílíkt power. Eftirleikurinn var í sama gæðaflokki og engu líkara en drengirnir væru komnir þarna til að frelsa viðstadda. Annar eins þéttleiki hefur ekki sést í Bíóhöllinni. Ekki má gleyma að minnast á frábæra útgáfu af Mur Mur...uss og suss. Ég er ekki frá því að þessir drengir sem þarna stigu á svið myndi eitt besta íslenska band fyrr og síðar. Allir eru þeir miklir hæfileikamenn og hrein unun að fylgjast með þeim á sviði. Verst þótti mér að höllin skildi ekki vera full. Held ég að við Skagamenn hafi hreinlega ekki áttað sig á hverslags konfekt verið var að bjóða upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fáránlegir hæfileikar í einu bandi! erfitt að sitja á köflum þarna...

valli (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 18:28

2 identicon

http://www.ir-sport.is/ljosmyndir/gallery%2FBlanda%F0ar%20myndir%2FUppskeruh%E1t%ED%F0%202006%2F028%2Ejpg

svipur segir allt sem segja þarf um ÍA...

laddi (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:51

3 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Hehehehe...Ætlar þú þá ekkert að fara að skipta yfir Laddi minn?

Lúðvík Gunnarsson, 16.12.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband