Pat á manni.

Í hádeginu í gær var nú aldeilis pat á mínum. Þessi tími er vanalega mikill quality-time fyrir mig en ekki í gær...því fer víðs fjarri. Ég byrjaði á því að henda hundinum út og sansaði mér mat á meðan kvikindið gerði þarfir sínar. Eitthvað var lítið um þarfir þannig að ég tók greyið aftur inn. Þegar ég er nýbyrjaður að snæða sé ég hvar krílið laumast fram í stofu og taldi ég líklegt að nú væri pissutími. Ég stökk því á eftir henni. Þegar ég kem inn í stofu er hún að míga á dagblöðin sem hún á að míga á. Ég varð svona líka glaður og fagnaði henni ægilega. Þegar hún stekkur af stað til mín stígur hún í hlandið og ber það um öll gólf. Ekki var ég par sáttur við þetta og þurfti nú að fara að þurrka henni og þvo gólfið. Við svo búið ákvað ég að taka dagblöðin sem hún meig á og henda þeim í ruslið. Þá hafði krílið losað sig við svo mikið magn að þegar ég tók blöðin upp lak allt heila klabbið yfir buxurnar mínar, sokkana og stóran hluta stofugólfsins...fokk...Hún hresstist ægilega við þetta en mér féllust hendur. Til að hún væri ekki að snuðra í þessu ákvað ég að henda henni aftur út viss um að hún myndi nú örugglega skíta fyrst hún væri búin að míga. Síðan fór ég úr buxunum og sokkunum og bónaði gólfið í annað sinn. Þegar þessu veseni lauk ákvað ég að líta eftir dömunni með þá von í hjarta að nú væri hún búin að skíta. Jú...hún hafði skitið prinsessan og aftur fagnaði ég þrátti fyrir mikla erfiðleika eftir síðustu fagnaðarlæti. Ég tók hana upp og hófst handa við að þurrka bleytuna af fótum hennar. Þegar ég er við það að verða búinn sé ég skítaklessu á bolnum mínum. Hafði snúllan þá ákveðið að klára skeiniríið í fötin mín mér til mikillar gleði. Þegar upp var staðið þurfti ég að skipta algerlega um föt þrátt fyrir að tíkargreyið hafi gert allt rétt. Eftir allt hafaríið var súpan mín orðin köld og lystin fokin út í veður og vind...sannarlega quality-tima, ekki satt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara vesen að vera chilla eitthva þarna uppá skaga.... hvenar á svo að bjóða manni í teboð.. Pétur með bílpróf, erum í starholunum og bíðum eftir boði í sveitina

Laddi (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Þú ert ávallt velkominn í Laddi minn. Mér líst þó ekki á að þið farið með Pétri í bíl. Hann hlýtur að vera vafasamur bílstjóri. Mæli þá frekar með því að þið takið strætó.

Lúðvík Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband