Borðar bara ís.

Faðir vor og móðir náttúra voru í heimsókn hjá brósa ekki alls fyrir löngu. Sátu þau við stofuborðið ásamt öllu heimilisfólkinu og ræddu allt milli himins og jarðar. Til umræðu kom hversu mikið tímarnir hafa breyst í árana rás. Framboð tómstunda er margfalt meira, hægt er að stunda fjölda íþróttagreina svo ekki sé minnst á tölvuna og allt sem hún hefur upp á að bjóða. Elsti sonur brósa situr og hlustar vel og vandlega á þessar umræður foreldra sinna við ömmu og afa og spyr svo afa sinn hvað hann hafi eiginlega gert þegar hann var 12 ára. Sá gamli segist auðvitað hafa elt stelpur á röndum daginn út og daginn inn(gamli alltaf jafn mikill höslter kallinn). Sá stuttu fer þá að skelli hlægja og segir svo: "elta stelpur afi...og nú borðar þú bara ís!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld!!!

Guðrún (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband