Fór í bæinn um helgina sem er kannski ekki frásögufærandi nema hvað að þegar halda átti heim skellti maður sér í leigubílaröðina eins sönnum herramanni sæmir. Þvílík mistök sem það voru...sjitt!!! Ég beið í...haldið ykkur fast...einn og hálfan klukkutíma! Er ekkert verið að fíflast í manni þarna? Var einhversstaðar falin myndavél? Þetta minnti helst á fyrsta söludag nýjustu Harry Potter bókarinnar. Ég er nú þegar búinn að lofa sjálfum mér að fara ALDREI aftur í þessa svínslegu röð aftur því hún er sennilega eitt mesta kjaftæði sem fundið hefur verið upp. Það sem pirrar mann hvað mest var þegar fólk var að laumast inn í röðina hjá vinum sínum. Svo eru menn hissa á að íslendingar kunni ekki að fara í röð! Það nennir enginn þessu helvítis kjaftæði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.