Ég rakst á þessa fyrirsögn á mbl í gær og mér krossbrá. Minningarnar um "pabba" streymdu fram og ég hugsaði allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðna. Síðan hugsaði ég "það hlaut að vera, ég er svo miklu myndarlegri en hann og ekki hafði ég fótboltahæfileikana frá honum svo mikið er víst" Þetta getur þá ekki verið neinn annar en hinn eini sanni Hemmi Gunn enda análaður kvennamaður hér á árum áður. Ég smellti því á fréttina til fá staðfestingu á þessum pælingum mínum. Mér til mikillar undrunar fjallaði greinin ekki um mig, heldur einhvern Lúðvík Gissurarson. Ég var þá sonur pabba eftir allt saman. Innst inni var ég nú frekar feginn því þegar allt kemur til alls er hann talsvert flottari kall en Hemm Gunn(þótt hann sé einn sá alflottasti)
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 13:05
Já við konurnar komum stöðugt á óvart, vertu nú ekkert allt of viss ,aldrei að vita hver verður mín hinsta ósk.
mamma (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.