Uss og suss. Ég þekki nokkra menn sem hafa þá bölvun á sér að halda með Tottenham. Að vísu held ég að sá sem lagði þessa bölvun á karlagreyin sér alger snillingur. Betri bölvun er ekki hægt að leggja á nokkurn mann. Ég hef fylgst með enska boltanum síðan 1989 og er þeirrar gæfu aðnjótandi að halda með Arsenal, erkióvinum Tottenham. Gengi minna manna var afar mismunandi til að byrja með en frá 1996 hefur það verið nokkuð gott. Síðan AW tók við hefur liði t.a.m. aldrei verið neðar en í 4.sæti. Tottenham hins vegar hefur ekki verið ofar en 4 sæti síðan elstu menn muna. Ár eftir ár verða stuðningsmenn þeirra fyrir vonbrigðum vegna slælegs árangurs þrátt fyrir sterkan hóp...mér til mikillar gleði. Einn ágætur maður sagði eitt sinn að lið vinni ekki titilinn í upphafi móts en þau geti aftur á mótið tapað honum. Að tapa tveim fyrstu leikjunum telst varla vænlegt til árangurs og ég held að ég komi engum úr jafnvægi þegar ég fullyrði að Tottenham verði ekki meistari í ár.
Everton vann Tottenham á White Hart Lane, 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur greinilega ekki kynnt þér subbusögu Arsenal - og þá hvers vegna hatrið er svona mikið .arna á milli.
Teddi (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:11
Ég held að sem stjórnarmaður í UKÍA verði ég að skrifa uppsagnarbréf handa þér Lúðvík Gunnarsson. Þú ert fífl...
Sigurður Elvar Þórólfsson, 15.8.2007 kl. 19:34
Ég hef aldrei skilið fólk sem heldur með Tottenham Hotspur.
En ég skil vel hatur manna á Arsenal, það þarf ekki að grafa í sögubókunum til að hafa andúð á þessum villimönnum.
Áfram Man Júnæted
Sindri (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.