Skrítið í Skorradal

Við Guðrún skruppum í Skorradal um helgina og áttum þar góðar stundir. Við komum á föstudagskvöldið og slökuðum vel á. Á laugardegi fórum við í bíltúr með tengdó. Við keyrðum inn dalinn og upp á hálendið. Þar tókum Uxahrygg og Kaldadal, framhjá Þórisjökli, Geitlandsjökli, Ok og Langjökli. Þá keyrðum við niður í Húsafell og áfram í Reykholt þar sem við fórum í sund. Um kvöldmat vorum við aftur komin í Skorradal þar sem við tók át á þessu líka dýryndis læri með öllu tilheyrandi. Um 21 leytið fór svo hersingin niður við vatn þar sem sumarbústaðareigendur skemmtu sér við þessa líka fínu brennu. Þar var grillað fyrir börnin, sungið og spjallað um daginn og veginn. Ég tók hins vegar að mér að leik við stóran hóp barna sem fannst sérlega spennandi að henda grjóti í vatnið. Gríðarlegt magn steina er þarna í fjörunni og hópurinn hafi hent á þriðja hundrað steinum sást varla högg á vatni, slíkt er grjótmagnið. Í eitt skiptið rak ég hins vegar upp stór augu. Eitt krílið tók þá upp stein sem mér þótti ansi merkilegur. Vildi ég ólmur eiga steininn en krílið hélt nú ekki. Ég skellti mér á skeljarnar og grátbað gríðlið um að gefa mér hann, án árangurs...Út í vatnið átti hann fara og út í vatnið fór hann. Ég lagði hins vegar vel á minnið hvar grjótið lenti, staðráðinn í að ná í hann þegar grjótkastinu lyki. Eftir dúk og disk hætti liðið að kasta. Eins og við manninn mælt rauk ég til litlu systur Guðrúnar og bað hana að vaða eftir steininum sérkennilega og viti menn...hún fann hann. Um leið og hann kom í mínar hendur greyp ég hann heljartaki og sleppti honum ekki fyrr en seinnipartinn í gær.

Margir kunna að spyrja sig hvað í fjandanum var svona merkilegt við þennan blessaða stein. Svarið er að mínu mati afar einfalt en mig langar samt að leyfa ykkur að dæma sjálf.

Steinninn

Hvað segið þið...hverju líkist þessi steinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var fljót að finna út hverju þessi steinn líktist. Hann líkist nefninlega svakalega mikið bííííb. (Ég má víst ekki kjafta frá alveg strax ;)

Guðrún (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 11:27

2 identicon

Þetta er alveg sláandi líkt Artur's Seat hérna í Edinborg.

Doddi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:43

3 identicon

ég er ekki frá því að hann sé alveg sláandi líkur steini! þið eruð í ruglinu...

eigum við að renna á leikinn á morgun???

valli (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:16

4 identicon

Valli, ertu ekki að ná því að ég kemst ekki á leikinn?

Doddi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:08

5 identicon

hva... er ekki flogið? ekki eins og þú sért í vestmannaeyjum...

valli (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:49

6 Smámynd: Hafsteinn Gunnarsson

Akrafjallinu, það sér það hver SKAGAmaður, sauðirnir ykkar

Hafsteinn Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 19:31

7 identicon

Skelfilegar þessar stærðfræðigátur ef maður ætlar að commenta hérna. Annars er þetta tóm þvæla í þér Hafsteinn. Þú verður bara að renna hérna út til Edinborgar og sjá þetta með eigin augum!

Er leikurinn á morgun? Þá ætti ég nú að ná flugi.

Doddi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 19:58

8 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Ég fer að setja inn commentablokk á ykkur strákar ef þið hagið ykkur ekki eins og menn

Akrafjall er auðvitað rétta svarið...ég meina...er þetta ekki augljóst?

Og Doddi...Við munum sitja hægra megin í stúkunni ef þú skyldir verða eitthvað seinn fyrir.

Lúðvík Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 21:07

9 identicon

Augljóst... Sammála Hadda. Magnað, hann er sláandi líkur.

Staffzarinn (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 10:10

10 identicon

""Ótrúlegt"" hann er allveg eins og fjallið góða

Anna Elín (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband