Já þið lásuð rétt. Þótt ég sá Skagamaður get ekki sagt neitt nema gott
um Keflavík. Eins og sumir vita þá á ég góðan vinahóp þarna suðurfrá og
það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þeirra. Í gær var síðasti
dagurinn í sumarfríinu og var hann alveg grand. Ég renndi suður með sjó
upp úr 10 með örstuttu stoppi í Kópavogi. Þar pikkaði ég upp einn mesta
höfðusmann landsins, Berta sjálfann, og brunuðum við galvaskir til Kef.
Reyndar var áfangastaðurinn í Innri-Njarðvík en þar sem félagar mínir
eru Keflvíkingar þá kýs ég að kalla þetta Kef. Þar tóku á móti okkur
höfðingjarnir Haraldur, Einar og Jón Grétar. Halli er einn albesti
náungi sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ekki eru Einar og Jón Grétar
síðri. Eftir að hafa snætt dýryndis tælenskan mat skelltum við
félagarnir okkur í hið geysiskemmtilega borðspil STJÓRINN. Þar sem
þetta spil gengur út á fótbolta töldum við okkur allir vera á
heimavelli og hver öðrum betri. Við spiluðum í heila 5 klukkutíma, 3
leiktíðir. Eins og við var að búast vann ég öll seasonin og naut þess
til hins ýtrasta á kostnað félaganna. Klukkan 18 skellti ég mér svo í
bíó og tók hvorki fleiri né færri en tvær myndir takk fyrir. Halli er
bíóstjóri í bænum og Berti í vinnu hjá honum þannig að það var vel
hugsað um mig. Úðuðu þeir í mig poppi og kók eins og ég gat í mig
látið. Fyrri myndin var engin önnur en SIMPSONS. Skemmti ég mér
konunglega yfir ótrúlegum ævintýrum gulu fjölskyldunnar frá
Springfield. Svei mér þá ef hún minnti mig ekki örlíti á lífið á
Brekkubrautinni hér forðum daga. Seinni myndin var svo Harry Potter and
the Order of the Pheonix. Mjög skemmtileg mynd að mínu mati enda mikill
ævintýramaður í mér. Herlegheitunum lauk um 22:30 og eftir stutt spjall
við Bertann rúllaði ég mér upp á Skaga aftur. Sannarlega frábær dagur
og aldrei að vita nema þetta verði endurtekið.
um Keflavík. Eins og sumir vita þá á ég góðan vinahóp þarna suðurfrá og
það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þeirra. Í gær var síðasti
dagurinn í sumarfríinu og var hann alveg grand. Ég renndi suður með sjó
upp úr 10 með örstuttu stoppi í Kópavogi. Þar pikkaði ég upp einn mesta
höfðusmann landsins, Berta sjálfann, og brunuðum við galvaskir til Kef.
Reyndar var áfangastaðurinn í Innri-Njarðvík en þar sem félagar mínir
eru Keflvíkingar þá kýs ég að kalla þetta Kef. Þar tóku á móti okkur
höfðingjarnir Haraldur, Einar og Jón Grétar. Halli er einn albesti
náungi sem ég hef nokkurn tímann kynnst og ekki eru Einar og Jón Grétar
síðri. Eftir að hafa snætt dýryndis tælenskan mat skelltum við
félagarnir okkur í hið geysiskemmtilega borðspil STJÓRINN. Þar sem
þetta spil gengur út á fótbolta töldum við okkur allir vera á
heimavelli og hver öðrum betri. Við spiluðum í heila 5 klukkutíma, 3
leiktíðir. Eins og við var að búast vann ég öll seasonin og naut þess
til hins ýtrasta á kostnað félaganna. Klukkan 18 skellti ég mér svo í
bíó og tók hvorki fleiri né færri en tvær myndir takk fyrir. Halli er
bíóstjóri í bænum og Berti í vinnu hjá honum þannig að það var vel
hugsað um mig. Úðuðu þeir í mig poppi og kók eins og ég gat í mig
látið. Fyrri myndin var engin önnur en SIMPSONS. Skemmti ég mér
konunglega yfir ótrúlegum ævintýrum gulu fjölskyldunnar frá
Springfield. Svei mér þá ef hún minnti mig ekki örlíti á lífið á
Brekkubrautinni hér forðum daga. Seinni myndin var svo Harry Potter and
the Order of the Pheonix. Mjög skemmtileg mynd að mínu mati enda mikill
ævintýramaður í mér. Herlegheitunum lauk um 22:30 og eftir stutt spjall
við Bertann rúllaði ég mér upp á Skaga aftur. Sannarlega frábær dagur
og aldrei að vita nema þetta verði endurtekið.
Athugasemdir
Góður:)
Guðrún (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 12:38
þakka þér kærlega fyrir komuna ;) alltaf gaman að taka höfðinglega á móti höfðingjum :D sit hérna í sólinni á sigló, drekkandi bjór og borðand síld. Sannkallað síldarævintýri.
Halli siglfirðingur (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.