Blóðpeningar!

Mikið óskaplega get ég látið afnotagjöld RÚV fara í taugarnar á mér. Að borga einhvern 2500 kr. á mánuði fyrir bæði kúk og skít er algerlega óþolandi. Það er nóg af hvoru tveggja í minni fjölskyldu og þá læt ég ótalið það sem 14 hestar hans pabba gamla skilja eftir. Svo er menn að kvarta yfir einhverjum 4000 kalli sem borga á fyrir Sýn2...pfff. Þar er maður þó að fá nákvæmlega það sem maður vill. Eins og sjá má hér að neðan er kvölddagskráin á RíkisÚtvaripuViðbjóður álíka spennandi og hurðahúnn.

20:05 - Mæðgurnar (Gilmore Girls) er bandarísk þáttaröð um einstæða móður sem rekur gistihús í smábæ í Connecticut-fylki

20:50 - Lithvörf (ekki spyrja mig um hvað það er, en 5 mínútna þáttur getur varla verið merkilegur)

20:55 - Á flakki um Norðurlönd (På luffen norden) er finnsk þáttaröð um ungt fólk á ferðalagi um Norðurlönd.

21:25 - Svanavatnið (Ut i naturen: Svanesjöen) er norskur þáttur um náttúruperluna Glommu og svanina þar.

22:00 - Tíufréttir (Hápunktur kvöldsins með Pál Magnússon í aðalhlutverki + mörkin í Landsbankadeildinni) 

22:25 - Lögregluforinginn Jericho - Holir menn (Jericho: The Hollow Men) Breskur spennumyndaflokkur sem gerist á árunum fyrir 1960 og segir frá lögreglufulltrúanum Michael Jericho og samstarfsmönnum hans sem glíma við erfið mál. GÆTI GENGIÐ.

00:00 - Kastljós (Endursýnt)

00:30 - Dagskrárlok 

- Ég get ekki annað sagt en SJITT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þvílíkur viðbjóður og enn sannast hvað ríkisreknar stofnannir eru alltaf andlausar og daufar.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 24.7.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband