Vonbrigši

Ég hef lagt leiš mķna į völlinn allnokkrum sinnum ķ sumar. Oftar en ekki fara leikirnir fariš vel fram bęši į vellinum og uppi į įhorfendapöllum. Stundum hef ég žó oršiš fyrir vonbrigšum meš stušningsmenn lišanna. Ekki vegna žess aš žeir lįta ekki ķ sér heyra, heldur vegna žess hve dónalegir žeir eru gagnvart lišsmönnum hins lišsins. Žeir dreifa fśkyršum eins og žaulvanir póstśtburšarmenn og sumir hverjir eru svo "hrikalega svalir" aš setja śt į lķkamlegt atgervi leikmanna. Ekki veit ég hvaš žessir įgętu stušningsmenn fį śt śr žessum svķviršingum sķnum og segir žetta sennilega meira um žį sjįlfa en nokkurn tķmann leikmenninga. Aš mķnu mati į svona lagaš ekki heima į kappleikjum. Hafa ber ķ huga aš börn męta į žessa leiki og verša vitni af žessum dónaskap og öll vitum viš aš börn lęra žaš sem fyrir žeim er haft. Žį męta fjölskyldur leikmanna į völlinn(ž.e. foreldrar, eiginkonur, börn, systkin o.s.frv.) og žurfa aš hlżša į misgįfaša menn hella śr skįlum reiši sinnar vegna misjafns gengis sķns lišs. Nś kynnu einhverjir aš hugsa sem svo aš leikmenn verši bara aš žola žetta og žaš getur vel veriš. Ég lķt hins vegar į žetta sem óbošinn gest og held aš stušningsmenn lišanna ęttu aš einbeita sér aš žvķ aš hrópa hvatningaróp til SĶNS lišs frekar en aš lasta andstęšinginn ķ grķš og erg. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband