Ég kíkti á Mörkina í gær með Valla félaga mínum. Vorum við félagarnir mættir á staðinn frekar snemma að um 00:30. Við komuna inn blasti við okkur fjöldi fólks, meirihlutinn útlendingar. Þarna var fólk af ýmsum stæðrum og gerðum, allt frá vinkonuhópi á "besta aldri" til verkamanna í "veiðiferð". Við Valli áttum þarna gott spjall auk þess að skemmta okkur vel við mannlífsrannsóknir af ýmsu tagi. Framan af kvöldi var frekar rólegt, einstaka sinnum tóku gestir sig til og reyndu að misþyrma dansgólfinu með misgóðum árangri. Þegar leið á tók staðurinn á sig æ íslenskari mynd. Inn streymdi kófdrukkið fólk sem hristi á sér rassgatið í þann ca. hálftíma sem var eftir af opnunartímanum. Inn á milli mátti einnig sjá hörkutól bæjarins í ýmsum pústrum bæði innan staðar sem utan. Stöku sinnum settist fólk hjá okkur Valla, allt frá pólskum fiskverkakonum upp í brosandi blikksmiði og var umræðuefnið eftir því. Emilía, mágkonusysturdóttir, settist einnig hjá okkur ásamt nokkrum vinum sínum. Verð ég að viðurkenna að ég hafði ákaflega gaman af samsætinu þrátt fyrir að Valþór félagi minn teldi sum þeirra komin með Rugluna. Þar sem ég þekki ágætlega til þessa lýðs þá kom ekkert mér á óvart, hvorki tal þeirra né tilþrif. Valli óttaðist hins vegar það versta, taldi Ísland sökkva í sæ ef þessir "sérfræðingar" kæmus til valda...alltaf jafn taugaveiklaður hann Valli.
Eftir þessa heimsókn verð ég að segja að betri menningarferð hef ég sennilega ekki farið í. Held ég að fáir geri sér grein fyrir því að í hér í smábænum leynist menningarparadís í fyrsta flokki. Hvet ég því alla sem vettlingi geta valdið að renna sér á reyklausa Mörkina og upplifa ísland í dag.
Athugasemdir
Aldrei að vita nema maður kíki á Mörkina við tækifæri ;)
Guðrún (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 22:34
Ég hefði nú haldið að Valli væri orðinn ýmsu vanur eftir áralanga dvöl í borg ótans. En ég er maður á Mörkina í lok júlí Guðrún ;)
Sindri (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:11
Ég tek þig á orðinu, það er Mörkin í lok júlí ;)
Guðrún (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 13:12
usss... þetta var ofsi! ef global warming drepur okkur ekki þá gera þessir sérfræðingar þarna það... maður mátti hafa sig allan við bara til að skilja fólkið! og þá er ég ekki að tala um pólverjana...
Valli (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 16:14
Ég kem með ykkurí júlí...ef ég má
Lúðvík Gunnarsson, 2.7.2007 kl. 16:17
HEy, Doddi klíningur ;) Þú verður að sjálfsögðu að koma með til að koma okkur í samband við sérfræðingana...
Sindri (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.