Ég hef farið á nokkra tónleika um ævina. Flestir hafa þeir verið alveg meiriháttar skemmtilegir þó einstaka sinnum verði maður fyrir vonbrigðum.
Síðastliðið föstudagskvöld fór ég sennilega á eina skemmtilegustu tónleika mína til þessa. Þeir voru dálítið frábrugðnir öðrum tónleikum því tilefnið var 50 ára afmæli Einars nokkurs Skúlasonar eða "Faxa" eins og margir vilja kalla hann. Hélt hann upp á afmælið sitt með því að halda stórtónleika í Bíóhöllinni góðkunnu. Sem betur fer fékk ég boðskort. Einar sjálfur var auðvitað í aðalhlutverki þetta kvöld og lék hann sín uppáhaldslög með hinum og þessum sveitum auk þess sem ýmsir gestalistamenn tróðu upp. Mig langar til að nefna þá sem stigu á svið þetta ágæta kvöld - bara til að vekja öfund hjá þeim sem ekki voru á svæðinu. Þeir sem fram komu voru: Melasveitin, Herradeild P.Ó., Von, Orri Harðar, Árgangur '57, Wipe Out, Skúlason-fjölskyldan, Andrea Gylfa og Eddi Lár og Óli Palli(ég ætla að vona að ég sé ekki að gleyma neinum). Lögin voru öll í anda Einars og um leið hvert öðru betra. Sem betur fer hef ég orðið þeirrar lukku aðnjótandi að kynnast Faxa og hefur hann leiðbeint mér með margt í gegn um tíðina - Kann ég honum bestu þakkir.
Til hamingju með 5-tugs afmælið þann 9.febrúar síðastliðinn.
Athugasemdir
Þetta voru flottustu tónleikar sem ég hef farið á
Guðrún (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.