Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér hvaða flokk ég ætti að kjósa næsta laugardag. Ég hef ekki fylgst mikið með kosninabaráttunni en dálítið þó. Mér finnst einhvern vegin eins og allir flokkarnir séu með það sama. Ég veit þó að sú tilfinning mín er ekki alveg rétt því allir vilja þeir hafa sína sérstöðu. En eitt hefur mér þó leiðst í þeirri umræðu sem ég hef tekið þátt í og fylgst með utan frá mér. Mér má t.d. ekki finnast eitthvað sniðugt hjá Samfylkingunni án þess að ég sé þá bölvaður vinstrisinni. Ef ég voga mér að tala um eitthvað gott sem sjálfstæðismenn gera þá ég hluti af helvítis íhaldinu. Og ef mér dirfist að tala um að útlendingaumræða frálslyndra sé eitthvað sem vert sé að huga að þá er maður frjálslyndur rasisti. Maður má einhvern veginn ekki hafa skoðun á einu né neinu án þess að vera stimplaður með hinum eða þessum hætti. Kommentið hans Sigga frænda undir "Seljann" færslunni minn er gott dæmi.
Eins og staðan er akkúrat núna þá er margt við núverandi stjórn sem mér finnst mjög gott. En á móti kemur þá finnst mér vanta upp á gríðarlega mörg atriði. Ef ég kýs annan flokkinn af þeim sem eru við stjórn get ég þá verið fullviss um að þeir lagi eitthvað af þeim málum sem mér finnst þurfa að laga? Ef ég kýs stjórnarandstöðuflokk get ég þá verið fullviss um að efnahagsástandið haldist jafn gott og það er - að mínu mati? Maður getur auðvitað ekki verið viss um nokkurn skapaðan hlut en hvað á ég þá að gera? Á ég að kjósa fyrir mig, kjördæmið mitt eða fólkið í landinu? HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?
Athugasemdir
Ég held að þú ættir bara að einbeita þér að bjórnum og Júróvisjón. Svo er http://xhvad.bifrost.is.
Doddi (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 14:55
Þetta er alveg rétt Doddi minn, sumir eiga ekkert að vera að flækja sig í því sem þeir ráða ekki við !!
Hafsteinn Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 21:14
Nei það er kannski bara best. Ég held bara að ég kasti teningi upp á þetta.
Lúðvík Gunnarsson, 6.5.2007 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.