Sjá þennan stubb!

GlettinnÞað fór auðvitað ekki framhjá neinum Íslendingi að í gær var 1.maí. Kröfugöngur hér og þar ásamt ýmsum öðrum viðburðum. Einn af þessum viðburðum var 60 ára afmæli Hestamannafélagsins Dreyra. Í tilefni dagsins var þessi líka fína dagskrá og óhætt að segja að það hafi eitthvað verið fyrir alla. Þá var gríðarlega margt um manninn sem gerði daginn enn betri. Uppúr stóð þó glæsilegur árangur Kallsins. Hann keppti í karlaflokki á elsku Birtu sinni og hreppti 3.sætið, glæsilegt það og innilega til hamingju. En það er þó gaman að segja frá því að í öllu patinu í gær varð mér skyndilega svakalega mál. Þá upplifði ég vondan draum, ekkert klósettið í hesthúsinu. Ég dó þó ekki ráðalaus. Ég henti konunum, sem í húsinu voru, út og bjó mig undir að skvetta úr skinnsokk mínum beint í flórinn eins og sönnum hestamanni sæmir. Þegar ég geri mig líklegan til að byrja verð ég var við að hestarnir líta á mig hver á eftir öðrum. Þar sem ég á erfitt með að pissa undir pressu fussaði ég á þá þar til þeir litu undan. En þegar ég er nýbyrjaður líta þeir aftur á mig án þess að ég geti nokkuð viðhaft. Stara þeir á mig eins og fljúgandi klósettsetu og engin leið til að fá þá til að hætta. Tekur einn sig þá til og hefst handa við sömu iðju og ég, mér til mikillar gremju. Ekki það hann hafi ekki mátt míga, alls ekki. En sjónin sem við blasti var hreint ekki uppbyggjandi fyrir mannskeppnuna. Svei mér þá ef einhverjir prakkarahesar hafi hreinlega ekki hlegið að mér þar sem ég stóð þarna eins og illa gerð fata sem lekur. Þetta verður í síðasta skipti sem í míg í námundan við hesta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Skelfilegt hvað þú ert farinn að skvetta af þér!"

Doddi (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Maður verður að skvetta af sér þegar maður er búinn að vera að skvetta í sig  Ekki satt?

Lúðvík Gunnarsson, 4.5.2007 kl. 08:44

3 identicon

Sjáum hvort þú standir við þau orð...

Guðrún (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband