Horfði á Kastljósþátt gærkveldsins í morgun. Það sá ég Jónínu Bjartmarz í "viðtali" við Helga nokkurn Seljan. Ég set gæsalappir utan um viðtal því í hvert skipti sem Jónína ætlaði að svara honum eða reyna að koma einhverju á framfæri þá greip hann fram í fyrir henni og sagði henni að svara honum. Skil ekki svona. Þá fannst mér efnið sem var til umræðu ákaflega hallærislegt, að kærasta sonar Jónínu hafi fengið íslenskt ríkisfang og að það hafi bara verið vegna tegnsla hennar. Að mínu mati var þetta ákaflega slök tilraun til að koma höggi á Jónínu og líklega flokk hennar. Væri ekki hægt að beina fréttaspjótunum að merkilegri málefnum Helgi minn?
Mér finnst að RÚV ætti að sej'ann aftur yfir á Stöð 2.
Athugasemdir
Þú ert svo litaður
Sigurður Helgi Sturlaugsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 19:29
Jæja...og hvaða litur er það sem þú sérð frændi?
Lúðvík Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 19:57
Himininn er heiður og blár...
Siggi (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:38
Já, þú vilt meina það!
Lúðvík Gunnarsson, 29.4.2007 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.