Það er ekki gaman að deyja!

Sem kennari lendir maður oft í ótrúlegum aðstæðum. Þá er alveg með ólíkindum hvað nemendur geta látið út úr sér og oft hafa þeir náð að kitla hláturtaugar mínar all svakalega.

Til marks um þetta þá var ég einu sinni spurður hvort ég ætti fjarskyldan bróður á Egilsstöðum.

Einn nemandi kom sigri hrósandi út úr samræmdu prófi í íslensku. kennari hans tók á móti honum fyrir utan stofuna og spurði hvernig hefði gengið. Það stóð ekki á svörum: "Meiriháttar vel. Ég gerði allt sem ég kunnti".

En eitt það skemmtilegasta sem ég hef heyrt kom frá samkennara mínum. Að öllu jöfnu kennir hann í unglingadeild skólans en dag einn þurfti hann að leysa af í 1.bekk vegna manneklu. Þessi ágæti kennari er kominn nokkuð yfir sextugt og nokkuð afalegur, ef svo má segja. Þegar hann hefur lokið við að lesa upp réttir stúlka einn um arminn, tilbúin með spurningu. 

Stúlkan: Átt þú mömmu?

Kennari: Nei, hún er nú dáin blessunin.

Stúlkan: Æ, það er ekki gaman að deyja.

Kennari: Nei vinan, það er nú örugglega ekki gaman.

Stúlkan: Þú ferð bráðum að deyja.

Þessum samstarfsmanni mínum varð svo um að hann vissi varla í hvorn fótinn hann átti að stíga en stúlkan hélt áfram.

Stúlkan: Þú ert nefnilega svo gamall.

Stendur þá einn drengur í bekknum upp með nestisboxið sistt og segir: Já og krumpaður, eins og þessi kleina hér.

Vitandi þetta held ég að maður hugsi sig tvisvar um áður en maður tekur nokkurn tíma forföll í 1.bekk. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Gunnarsson

Þetta er tær snilld

Hafsteinn Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband