Home again

Gott að gera kominn heim en það var samt algerlega frábært þarna úti í Crewe. Fólk tók vel á móti okkur og viðmót englendinga til algerar fyrirmyndar. Hvar sem við komum var fólk tilbúið að gera hvað sem er fyrir okkur. Þá var leikur Man. Utd. og Roma gargandi snilld, ekki á hverjum degi sem maður fær svona leik. Ekki skemmdi það fyrir okkur að sitja alveg við völlinn - nánar tiltekið þar sem leikmenn koma út á hann. Semsagt frábær ferð að baki og vonandi verða þær fleiri í þessum dúr.

 Annars fóru við Helmuth að velta einkennilegum hlut fyrir okkur í ferðinni - Textanum við Laddalagið "Ég er afi minn". Tær snilld og með ólíkindum hvað manninum dettur í hug. Að gamni læt ég textann fylgja svo menn geti áttað sig á vitleysunni. 

Já þú trúir ei glatt, en ég segi það satt...að ég er afi minn

Fyrir ótal mörgum árum, þegar ég var tuttugu og eins

var ég giftur ungri ekkju sem var kölluð Lilla Sveins. 

Hún átti unga dóttur sem var alls ekki svo ljót

og pabbi minn varð ástfanginn og giftist þeirri snót.

Þetta var til þess að nú var pabbi tengdasonur minn

og dóttir mín var kona hans og var því móðir mín.

Þetta var nú orðið nokkuð flókið sem er von

og ekki var það betra er ég eignaðist svo son.

Því litli snáðinn var nú orðinn mágur pabba míns

og var því orðinn nokkurs konar frændi pabba síns.

En þar sem hann var frændi minn þá var hann líka bróðir minn

og frænka hans sem var dóttir mín var orðin tengdarmóðir mín.

Svo eignuðust þau son einn daginn, pabbi og dóttir mín,

sem gerir það að verkum að ég er afi bróður míns

og konan mín er orðin núna móðurmóðir mín

sem leiðir það af sér að hún er orðin amma mín.

Ef konan mín er amma mín þá er ég barnabarn

og ég get ekkert gert af því að ég sé eigingjarn

en ég er sennilega alveg einstakt tilfelli.

Að vera giftur ömmu sinni er merki um elli.

Ég er afi minn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að vera búin að fá þig heim elsku karlinn minn.En þessi texti er nú óttalegt bull og vonandi átt þú nú eftir að verða afi, þó ekki afi þinn en fyrst verð ég nú amma barna þinna þegar þar að kemur ,og áfram svo Lúlli minn.

kv . mamma

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband