Betra seint en aldrei

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgun að í gær var 1.apríl. Eins og vanalega reyna fjölmiðlar landsins allt hvað þeir geta til að láta trúgjarna Íslendinga hlaupa í tilefni dagsins. Útvarpið greindi frá fjölda trjáa úr Heiðmörk sem hægt væri að nálgast fyrir lítið við áhaldahúsi Kópavogs, sudurland.is reyndi að fá fólk til að koma á uppboð úr innbúi Byrgisins og þá reyndu Skessuhornsmenn að plata fólk upp að bænum Munaðarnesi í Borgarfirði til að sjá hval sem synt hefði upp Norðurá og drepist.

Þeir sem mig þekkja vita að ég hef óskaplega gaman af því að stríða...þoli svo ekki þegar mér er strítt...en hvað um það. Klukkan 23:30 í gær hafði ég enn ekki látið nokkurn mann hlaupa og tíminn að renna út. Þar sem ég lá uppi í rúmi og gerði mig líklegan til blundar var mér skyndilega hugsað til föður míns. AUÐVITAÐ! hugsaði ég...ég hringi í kallinn! Eins og vanalega svaraði móðir náttúra í símann enda annálaður nátthrafn. Ég bað um þann gamla og sagði mútta að hann væri nýskriðinn upp í rúm. Þá hlakkaði nú enn meira í mér...ég bað um að fá að tala við hann. Þegar faðir vor tók við tólinu var greinilegt að hann var eitthvað farinn að dotta. Hann ruglaði eitthvað í fyrstu en náði svo áttum. Ég hóf samtalið á að spyrja um reiðtúr sem við ætlum okkur að fara í á fimmtudaginn. Eftir dágóða stund þykist ég vera búinn að fá allar upplýsingar og geri mig líklegan til að kveðja, þá byrjar það. 

Ég: "Heyrðu pabbi, getur verið að ég hafi gleymt vinnulyklunum þarna hjá ykkur í gær?"

Kallinn: "Hvar gætu þeir verið?" 

Ég: "Þeir eru sennilega niðri hjá tölvunni"

...ég heyri að kallinn staulast framúr og niður stigann...og ég hreinlega að missa það.

Kallinn: "Nei, þeir eru ekki hér...Rósa! hefur þú séð vinnulyklana hans Lúlla?"

...sú gamal kominn með í hrekkinn algerlega óvænt.

Ég: "Þeir gætu líka verið inni í eldhúsi eða niðri í kjallara"

Kallinn: "Nei, þeir eru ekki í eldhúsinu"

...Nú gefst ég upp...

Ég: "1.APRÍL - BWAHAHAHAHAHA"

Kallinn: "Helvítis asninn þinn...ég var kominn upp í rúm. Ég mun sko hefna mín, það máttu bóka"

------- 

Ég get svarið að það er skemmtilegast í heimi að hrekkja þann gamla...yndislegt að heyra og sjá viðbröð hans við hrekkjunum og enn meira gaman þegar hann hefnir sín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband