Ég hef verið að fylgjast með Gettu betur undanfarið og haft mjög gaman af. Í hvert einasta skipti tek ég virkan þátt úr stofunni heima, dyggilega studdur af konu minni sem gefur áhorfendum í sjónvarpssal lítið eftir í hávaðanum. Ég skemmti mér konunglega yfir viðureignum Versló og MR annars vegar og MH og MK hins vegar. Öll liðin fjögur eru gríðarlega vel mönnuð og greinilega vel þjálfuð. Allir vita hvað MR-ingar leggja mikið uppúr þessum keppnum en það verður gaman að sjá hvort MK-ingar geti velgt þeim undir uggum. Það vona ég.
En svona til að hita upp fyrir úrslitaleikinn, næsta föstudag, langar mig að koma nokkrar spurningar og athuga hvort þið, lesendur góðir, séuð álíka miklir viskubrunnar og piltarnir úr MR og MK.
Til að gera þetta skemmtilegt þá er bannað að fletta þessu upp á netinu.
- Hvaða ár og hvar var bítillinn John Lennon myrtur?
- Frá hvaða landi er formúlu 1 ökumaðurinn Felipe Massa?
- Hvað heitir indverska borgin Bombey eftir að nafni hennar var breytt?
- Hver er jafnan fyrir flatarmál hrings?
- Hverjir voru mótframbjóðendur Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum árið 1996?
Endilega spreytið ykkur á þessum laufléttu spurningum og leggið inn svör í athugasemdum.
Rétt svör verða birt fimmtudaginn 29.mars nema auðvitað einhver nái þessu fyrir þann tíma.
Flokkur: Bloggar | 26.3.2007 | 18:40 (breytt kl. 22:34) | Facebook
Athugasemdir
Okkar framlag í þessa skemmtilegu spurningakeppni :)
1. 1980 í New York
2. Brasilíu
3. New Delhi
4. r'2 * 3,14... (radíus í öðru veldi margfaldað með pí)
5. Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Agnarsdóttir, Guðrún Pjetursdóttir (dróg framboð sitt til baka), Ástþór Magnússon Wium.
Bestu kveðjur,
Unnur Kristín og Doddi
Unnur Kristín & Doddi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:52
Athugið að spurningu 3 hefur verið breytt. Ekki af því að hún var rétt hjá ykkur Unnur og Doddi heldur af því að ég skrifaði hana ekki rétt.
Lúðvík Gunnarsson, 26.3.2007 kl. 22:41
Rétt svör eru:
Lúðvík Gunnarsson, 28.3.2007 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.