Ég hef alltaf haft gríðarlega gaman af sögum. Meira þó ef þær eru sannar. Kunningi minn nokkur að norðan hefur sagt mér ófáar skemmtilegar sögur af nábúum sínum og oftar en ekki skelli ég uppúr, enda skemmtilegur sögumaður þessi kunningi minn. Þá er ég svo heppinn að eiga samstarfsmenn sem eru hafsjór af fróðleik, héðan og þaðan, sem þeir vilja ólmir deila með öðrum. Eins og allir vita geta sögur verið afar mismunandi. Sumar eru langar, aðrar stuttar, sumar skemmtilegar aðrar ekki eins skemmtilegar. Að gamni mínu læt ég þó eina fylgja að þessu sinni, enda ein af mínum uppáhalds.
Ungur drengur fór eitt sinn sem oftar í fótbolta með félögum sínum eftir að skóla lauk. Að kappleik loknum fóru félagarnir að metast um það hver næði upp í slánna á markinu og hver ekki. Þegar kom að þessum unga dreng teygði hann sig eins hátt og hann mögulega gat, fór meira að segja vel uppá tærnar til að lengja sig. En allt kom fyrir ekki. Sláin var enn um 5 cm frá fingurgómum hans. Dó þá drengur ekki ráðalaus...ó nei. Sneri hann sér á hvolf og reyndi allt hvað hann gat til að standa á höndum. Furðulostnir félagar hans spurðu þá hvurn fjandann hann væri eiginlega að gera. Að bragði svaraði okkar maður:
"Ég er viss um að ég næ upp í slá ef ég stend á höndum, ég er svo djöfulli lappalangur"
Flokkur: Bloggar | 16.3.2007 | 13:05 (breytt kl. 13:17) | Facebook
Athugasemdir
Velkominn á bloggið, taktu út að maður þurfi að staðfesta netfang til að geta skráð athugasemdir.
Við sem náum upp í slánna reynum að miðla reynslunni!!!
Hafsteinn Gunnarsson, 16.3.2007 kl. 13:41
Varst þetta þú Lúlli minn, þú ert svo ferlega lappalangur
Guðrún (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.